[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Opel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Opel Rekord C, 1.7 L, 1968

Adam Opel GmbH er þýskur bílaframleiðandi sem í dag er dótturfyrirtæki franska fyrirtækisins PSA Group (og áður í eigu General Motors), en höfuðstöðvar Open enn í Þýskalandi, sem gerði PSA annan stærsta bílaframleiðanda í Evrópu á eftir Volkswagen. Fyrirtækið var stofnað af Adam Opel í Rüsselsheim 21. janúar 1862 og framleiddi upphaflega saumavélar og síðar reiðhjól. Það hóf framleiðslu á bílum 1899.

Opel bílar eru seldir undir merkinu Vauxhall í Bretlandi. Vauxhall var sér fyrirtæki sem framleiddi sína bresku bíla, en er nú systurmerki Opel (og bílarnir annars eins, nema stýrið hægra megin út af vinstri umferð þar). Sumir Opel bílar eru líka seldir í Norður-Ameríku (og Kína) undir merkjunum Buick, Saturn, og Cadillac.


  Þessi bílagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.