[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kólus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kólus

Kólus (coleus) var áður notað yfir ættkvísl blómplantna af varablómaætt. Í nýrri flokkun er þessi ættkvísl ekki lengur notuð heldur eru tegundir sem áður flokkuðust sem kólusar taldir af ættkvíslinni Plectranthus. Kólus er oft notað sem algengt heiti af skrautjurtum sem áður voru flokkaðir sem innan coleus ættkvíslar, og þá sérstaklega  álfamöttull (Coleus blumei eða Plectranthus scutellarioides) sem er vinsæl garðplanta og stofuplanta. Álfamöttull þarf mikla birtu en á ekki að vera í fullri sól því þá verða litir ekki eins skærir.