[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Julian Assange

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Julian Assange
Assange árið 2014
Fæddur3. júlí 1971 (1971-07-03) (53 ára)
ÞjóðerniÁstralía
StörfRitstjóri, forritari, blaðamaður, stjórnmálamaður
MakiTeresa Doe (g. 1989; skilin 1999)
Sarah Harrison (2009-2012)
Stella Assange ​(g. 2022)
Börn4
Undirskrift

Julian Assange (fæddur 1971) er ástralskur blaðamaður, aðgerðasinni og forritari. Assange er þekktastur fyrir það að vera talsmaður og aðalritstjóri Wikileaks.

Julian Assange fæddist í Townsville, Queensland, Ástralíu. Foreldrar hans höfðu kynnst á mótmælafundi gegn Víetnamstríðinu en faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar Julian var ungur og því ól móðir hans, Christine, hann upp ásamt seinni eiginmanni sínum, leikaranum og leikhússtjóranum Brett Assange.[1] Nafnið Assange er talið vera afbökun á kínverska nafninu Ah Sang.[2]

Assange bjó meginhluta æskuára sinna á Magnetic Island, en fluttist eftir það mjög víða um Ástralíu og nam við marga grunn- og háskóla. Hann var meðhöfundur bókarinnar Underground ásamt Suelette Dreyfus um undirheima internetsins.[3] Í undirheimum internetsins var hann þekktur undir heitinu mendax og var þekktur fyrir að geta skurkað sig inn á flóknustu öryggiskerfi heims. Ein af höfuðreglum hans, sem hann nefnir í bókinni Underground, var að skemma aldrei þau tölvukerfi sem hann brýst inn í. Í september 1991 skurkaði hann sig inná stjórnstöð kanadíska fjarskiptafyrirtækisins Nortel. Í dómsúrskurðinum segir dómarinn um ástæðu brotsins: „Það eru engar sannanir fyrir öðru en þarna væri á ferðinni þorsti fyrir þekkingu og nautnin við að geta vafrað um mismunandi tölvur“. Niðurstaða dómsins var að greiða ríkinu litla upphæð í skaðabætur.[4]

Assange var handtekinn í Lundúnum þann 7. desember 2010 vegna ásakana um kynferðisbrot.[5] Hann var leystur úr haldi 16. desember 2010 gegn 240.000 punda tryggingu.[6]

Árið 2012 fékk Assange hæli í sendiráði Ekvador í London til að forðast að vera handtekinn og framseldur til Svíþjóðar vegna ásakana um nauðgun. Assange dvaldist í sendiráðinu í heil sjö ár, allt þar til honum var úthýst og hann handtekinn af breskri lögreglu þann 11. apríl árið 2019.[7][8] Blaðamenn án landamæra og ýmis mannúðarsamtök skilgreindu Assange sem pólitískan fanga.[9]

Assange dvaldi í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi næstu árin á meðan rætt var um hvort framsal hans til Bandaríkjanna yrði heimilað. Honum var loks sleppt úr fangelsi þann 24. júní 2024 eftir að hann gerði dómssátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.[10]

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Julian eignaðist son 18 ára gamall.
  • Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata hefur stutt Julian og vinnu hans fyrir WikiLeaks og kom meðal annars að gerð handrits kvikmyndarinnar Fifth Estate.
  • David Leigh; Luke Harding (2011). WikiLeaks: Stríðið gegn leyndarhyggju. Þýðing eftir Arnar Matthíasson. Reykjavík: Veröld. ISBN 9789979789840.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Leigh & Harding 2011, bls. 44.
  2. Leigh & Harding 2011, bls. 45.
  3. Profile: Wikileaks founder Julian Assange British Broadcasting Corporation. Skoðað þann 6. desember 2010
  4. Wikileaks and Julian Paul Assange The New Yorker. Skoðað þann 6. desember 2010
  5. „Assange handtekinn“. Sótt 9. desember 2010.
  6. Assange leystur úr haldi Morgunblaðið Skoðað þann 19. desember 2010
  7. „Búið að handtaka Assange í London“. mbl.is. 11. apríl 2019. Sótt 11. apríl 2019.
  8. „Julian Assange handtekinn í Lundúnum“. RÚV. 11. apríl 2019. Sótt 11. apríl 2019.
  9. „„Fyrst og fremst pólitískar ofsóknir". mbl.is. 20. apríl 2022. Sótt 26. apríl 2023.
  10. Lovísa Arnardóttir (25. júní 2024). „Gleði­­tíðindi að koma Ass­an­­ge loks úr fangelsi“. Vísir. Sótt 25. júní 2024.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.