[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Jean Tabary

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jean Tabary (15. mars 193018. ágúst 2011) var franskur myndasöguteiknari. Hann er kunnastur fyrir samstarf sitt við René Goscinny við gerð Ævintýra Harúns hins milda um fúlmennið Fláráð stórvesír.

Tabary á myndasöguráðstefnu.

Jean Tabary fæddist í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann hóf feril sinn sem myndasöguhöfundur og -teiknari á síðum franska myndasögublaðsins Vaillant árið 1956. Þar samdi hann vinsælar sögur um uppátækjasöm Parísarbörn sem nutu mikilla vinsælda.

Árið 1960 hófst samstarf hans við René Goscinny. Þeir unnu saman sögur um fákænan þjóðarleiðtoga, Harún hinn milda fyrir myndasögublaðið Record. Fljótlega varð aukapersóna í sögunum, hinn undirförli Fláráður stórvesír að aðalsöguhetjunni. Eftir að Coscinny lést árið 1977 tók Tabary einn við gerð sagnaflokksins. Í kjölfar hjartaáfalls árið 2004 fól hann börnum sínum að halda áfram verki sínu.

Sama ár og Tabary og Coscinny sköpuðu Fláráð og Harún hinn milda, kynntu þeir til sögunnar aðra persónu: einfeldninginn og flækinginn Valentin. Alls gerði Tabary sjö bækur um ævintýri hans.