[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Joanna Lumley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Joanna Lumley árið 2015.

Dame Joanna Lamond Lumley (f. 1. maí 1946) er bresk leikkona, fyrrum fyrirsæta, kynnir, rithöfundur, framleiðandi og aðgerðasinni.

Hún vakti fyrst athygli í hlutverki Bond-stúlku í kvikmyndinni Í þjónustu hennar hátignar með George Lazenby í hlutverki James Bond árið 1969. Árið 1976 fékk hún sitt fyrsta aðalhlutverk sem Purdey í sjónvarpsþáttunum The New Avengers og 1979 lék hún í þáttunum Sapphire & Steel. Árið 1986 stakk framleiðandinn Sidney Newman upp á því að hún léki titilhlutverkið í Doctor Who, en þeirri hugmynd var hafnað. Árið 1982 lék hún aðalhlutverkið í myndinni Í fótspor Bleika pardussins.

Árið 1992 sló hún í gegn sem Patsy í bresku sjónvarpsþáttunum Tildurrófur (Absolutely Fabulous) ásamt Jennifer Saunders og Julia Sawalha. Fimm þáttaraðir voru framleiddar og kvikmynd í fullri lengd kom út árið 2016.

Hún hefur leikið bæði aðalhlutverk og minni hlutverk í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Frá 2015 hefur hún gert þrjár ferðaþáttaraðir fyrir sjónvarpsstöðina ITV.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.