[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Jón Snorrason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Snorrason (20. september 178714. maí 1856) var tómthúsmaður og bæjarfulltrúi í Reykjavík.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jón fæddist að öllum líkindum í Engey, sonur bændafólks þar. Árið 1834 reisti hann sér bæinn Sölvhól í landi Arnarhóls, sem þá tilheyrði Seltjarnarneshreppi. Jón var í miklum metum og gegndi embætti hreppstjóra.

Rétt um ári eftir að Jón kom upp bæ sínum, var Arnarhóll færður undir lögsögu Reykjavíkur. Árið 1836 var svo í fyrsta sinn kosið til bæjarstjórnar í Reykjavík. Var Jón kjörinn í þessa fyrstu bæjarstjórn sem fulltrúi tómthúsmanna og sat hann í tíu ár í embætti.

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.