[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Járnsmíði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Járnsmíði er sú iðn að smíða hluti úr járni, eða stáli. Í hefðbundinni járnsmíði (sem oft er kölluð eldsmíði) er járnið fyrst hitað í eins konar ofni sem heitir afl, þar sem er brennt kolum eða koksi við blástur frá físibelg. Þegar járnið hefur náð hæfilegum hita er það tekið með töng, lagt á steðja og barið til með hamri. Þá er það stundum hert með því að kæla það hratt í vatni eða olíu. Rýmið þar sem járn er smíðað nefnist smiðja.

Í gamla daga var járn dýrt á Íslandi, og vanalega innflutt, svo nytjahlutirnir sem menn smíðuðu voru vanalega eitthvað sem varð að vera úr járni, svo sem hnífar, ljáir og skeifur. Auk þess þurfti fram eftir öldum að dengja íslenska ljái (berja eggina þunna) daglega áður en gras var slegið með þeim, og til þess þurfti að hita þá. Því var mikilvægt að hafa aðstöðu til þess, helst smiðju, á hverjum bæ sem hafði grasnyt, auk þess sem menn urðu að höggva við til kolagerðar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.