[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Heimakoma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimakoma (Erysipelas), einnig kölluð húðnetjubólga og ámusótt, er algeng húðsýking sem orsakast af keðjusýklum, sem komast inn um sár og sprungur í húðinni. Ef ómeðhöndluð getur hún verið alvarleg.[1]

Fyrsta einkenni heimakomu er bólginn roði í húð, oftast þar sem er sprunga eða sár. Roðinn er oft heitur og viðkvæmur við snertingu. Smám saman mun roðinn breiðast út og stækka. Rauð strik geta myndast á húðinni sem liggja eftir sogæðunum til næstu eitla. Önnur einkenni eru almenn vanlíðan, hækkun líkamshita (sótthiti) og skjálfti.

Heimakoma getur komið fram hvar sem er á líkamanum en er algengust á fótleggjum og í andliti.[2]

Mælt er með að leita læknis ef þú hefur grun um að hafa heimakomu. Ef heimakoma er ómeðhöndluð getur hún valdið blóðsýkingu.[3] Einnig er mikilvægt er að loka fyrir leið baktería inn í líkaman.[4]

  1. Jórunn Frímannsdóttir. (2002, 6. nóvember). Hvað er Heimakoma. Doktor.is. https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/hvao-er-heimakoma
  2. EMB. (2000, 6. september). Hvað er heimakoma? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=885
  3. Guðrún Ólafsdóttir. (2016, 24. maí). Heimakoma. Doktor.is. https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/heimakoma
  4. Magnús Jóhannsson. (2003, 18. janúar). Hvað er heimakoma? Mbl.is. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/709334/