[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Harold Lasswell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Harold Lasswell

Harold Dwight Lasswell (13. febrúar 190218. desember 1978) var bandarískur stjórnmálafræðingur sem er þekktastur fyrir kenningar sínar um fjölmiðla og áróður. Hann lærði við Chicago-háskóla og var hluti af Chicago-skólanum sem var undir áhrifum frá gagnhyggju félagsvísindamanna á borð við George Herbert Mead. Kenningar hans um áróður byggja á rannsóknum á áróðurskvikmyndum nasista í Þýskalandi.

Áróðurskenningar hans voru undir áhrifum frá kenningum Freuds um dulvitundina. Samkvæmt kenningu Lasswells nýtir áróður sér tákn sem virkja hluta dulvitundarinnar til að beina hugrænni orku í ákveðna ferla og hafa áhrif á væntingar viðtakenda. Mikilvægi kenningarinnar felst meðal annars í því að líta á viðtakendur áróðurs sem fyrirfram mótaða (af gildum og væntingum) og þannig virka viðtakendur, en ekki óskrifað blað sem áróður hefur bein áhrif á.

Hann er þekktur fyrir skilgreiningu sína á samskiptum sem „hver segir hvað við hvern eftir hvaða leið með hvaða afleiðingum“ („Who says what to whom in what channel with what effect“), og skilgreiningu sína á stjórnmálum sem „hver fær hvað, hvenær og hvernig“ („Who gets what, when, and how“).

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.