[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Krosseyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krosseyri.

Krosseyri (danska: Korsør) er bær á Sjálandi í Danmörku. Bærinn er hluti af sveitarfélaginu Slagelse, en var höfuðstaður sveitarfélagsins Krosseyrar fram til ársins 2007. Bærinn er staðsettur 15 km vestur af Slagelse og 12 km norðvestur af Skælskør og tengist Nýborg um Stórabeltisbrúna.