[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kirsten Vangsness

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirsten Vangsness
Kirsten Vangsness
Kirsten Vangsness
Upplýsingar
FæddKirsten Simone Vangsness
7. júlí 1972 (1972-07-07) (52 ára)
Ár virk1998 -
Helstu hlutverk
Penelope Garcia í Criminal Minds og Criminal Minds: Suspect Behavior

Kirsten Vangsness (fædd Kirsten Simone Vangsness, 7. júlí 1972) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds og Criminal Minds: Suspect Behavior sem Penelope Garcia.

Vangsness fæddist í Pasadena í Kaliforníu og er af norskum uppruna. Vangsness er samkynhneigð og hefur verið í sambandi með Melanie Goldstein síðan 2006.[1][2]

Vangsness byrjaði feril sinn í leikhúsi og hefur hún unnið til nokkurra verðlauna þar á meðal 15 Mintues of Female of Best Actress verðlaunin, Los Angeles Drama Critics verðlaunin sem Upprennandi grínleikkona og Golden Betty verðlaunin. Vangsness hefur komið fram í leikritum á borð við A Mulholland Christmas Carol, Fan Maroo og Steaming City.[3]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Vangsness var árið 2004 í Phil of the Future. Vangsness hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Penelope Garcia.

Fyrsta kvikmyndahlutverk Vangsness var árið 1998 í Sometimes Santa´s Gotta Get Whacked. Síðan þá hefur Vangsness komið fram í kvikmyndum á borð við Tranny McGuyver, In My Sleep og A-List.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1998 Sometimes Santa´s Gotta Get Whacked Tannálfur
2006 A-List Blár
2008 Tranny McGuyver Sjónvarps fréttamaður
2009 Scream of the Bikini Innanhúshönnuður
2009 In My Sleep Madge
2012 The Chicago 8 Teiknari Kvikmyndatökum lokið
2012 Kill Me, Deadly Mona Livingston Kvikmyndatökur í gangi
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2004 Phil of the Future Veronica Þáttur. Age Before Beauty
2004 LAX Stephanie 3 þættir
2010 Vampire Mob Laura Anderson ónefndir þættir
2010-2011 Pretty the Series Meredith Champagne 7 þættir
2011 Criminal Minds: Suspect Behavior Penelope Garcia 13 þættir
2011 Good Job, Thanks! Sálfræðingur Þáttur: It´s Just Theater Sweetie
2005-til dags Criminal Minds Penelope Garcia 143 þættir


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Waldon, Dave (23. september 2008). „Kirsten Vangsness Thrives on "Criminal Minds". AfterEllen.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 10. október 2008.
  2. „Untitled“. Criminal Minds Fanatic. 22. september 2009. Sótt 12. nóvember 2009.
  3. Kirsten Vangsness á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni