[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kassavarót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cassava
Lauf af kassavaplöntu
Lauf af kassavaplöntu
kassavarót
kassavarót
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Euphorbiaceae
Undirætt: Crotonoideae
Ættflokkur: Manihoteae
Ættkvísl: Manihot
Tegund:
M. esculenta

Tvínefni
Manihot esculenta
Crantz
Manihot esculenta

Kassavarót (fræðiheiti Manihot esculenta) er viðarkenndur runni af Euphorbiaceae ætt og á uppruna sinn í Suður-Ameríku. Þessi runni er ræktaður í hitabeltislöndum vegna rótanna sem innihalda mikið kolvetni. Þurrkuð kassavarót er möluð í mjöl sem kallað er tapíóka en einnig gerjuð og er þá kölluð garri. Kassavarót er mikilvægur fæðugjafi í þróunarlöndum og grunnfæði um 500 milljóna manna. Kassavarót þolir vel þurrk og vex í ófrjóum jarðvegi. Nígería er stærsti framleiðandi kassavarótar.


  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.