[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Karli (þræll)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karli var annar af tveimur nafngreindum þrælum Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns. Að sögn Landnámabókar fundu hann og Vífill öndvegissúlur Ingólfs við Arnarhvol í Reykjavík. Mun Karli þá hafa látið svo um mælt: „Til ills forum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“

Samkvæmt Landnámu hljópst Karli á brott frá húsbónda sínum ásamt ambátt, en þau fundust síðar að Reykjum í Ölfusi.

Karlagata í Reykjavík dregur nafn sitt af honum.