[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Frankfurtskólinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frankfurtskólinn er nafn á hópi fræðimanna sem störfuðu við ”Stofnun um samfélagsrannsóknir” (Institute of Social Research) við háskólann í Frankfurt, sem stofnuð var í Þýskalandi 3. febrúar árið 1923. Þessi hópur var samansafn af nokkrum af helstu fræðimönnum 20. aldarinnar sem gagnrýndu kapítalisma og Sovéskan sósíalisma. Þeir lögðu grunninn af og þróuðu félagslegar kenningar um nútíma samfélag. Allt starf Frankfurtskólans gekk að mestu út á að skilja af hverju kapítalisminn var ekki eins óstöðugur og Karl Marx hafði talið. Flestar rannsóknir dagsins í dag á neyslusamfélaginu eiga sér uppruna til fræðimanna Frankfurtskólans.

Upphaflega stofnaði Félix Weil ungur marxisti og gyðingur af þýskum ættum, Institute for social research. Upphafleg hugmynd Félix Weil var að rannsaka verkalýðshreyfingar og uppruna gyðingahaturs. Ekki löngu eftir að stofnuninni var komið á laggirnar var hún viðurkennd af menntamálaráðuneytinu sem sjálfstæð stofnun undir Frankfurt háskólanum. Fyrsta árið fór starfsemi skólans fram undir beinagrindum hvala í Senckenberg náttúrufræðisafninu. Sama ár hófst bygging nýrrar 5 hæða byggingar sem hýsa átti skólann og lauk með formlegri opnun skólans 3. febrúar 1924.

Aðstandendur skólans fluttu sig um set þegar Hitler náði völdum í síðari heimstyrjöldinni, til Geneva í Bandaríkjunum árið 1933 og í Columbia háskólanum í New York 1935. Árið 1951 var hann fluttur aftur til Frankfurt

Fyrsti framkvæmdarstjóri stofnunarinnar var Kurt Albert Gerlach. Fljótlega tók sagnfræðingurinn og marxistinn Carl Grunberg við af honum en árið 1930 tók Max Horkheimer við stöðu Grunberg til ársins 1955 er Theodor Adorno tók við. Horkheimer lagði línurnar fyrir hóp þeirra marxíska fræðimanna sem kenndu sig við Frankfurtskólann, hann leiddi skólann til frekari rannsókna á menningarlegum þáttum í þróun kapítalismans.

Hugsuðir Frankfurtskólans voru undir áhrifum manna eins og Freud, Hegel, Kant og Nietzsche. Óneitanlega voru þeir undir áhrifum Karls Marx og kenningu hans um byltingu öreigana. Annað sem hafði áhrif á starf skólans var það vald sem Hitler og yfirtaka nasismans hafði á skoðanir og hegðun fólks í Þýskalandi. Þriðja atriðið sem litaði starf skólans var sá kapítalismi sem ríkti í Bandararíkjunum og sú fjöldaframleiðsla og neysluaukning meðal fólks sem var að eiga sér stað.

Helstu fræðimenn skólans

[breyta | breyta frumkóða]

Marx Horkheimer, heimspekingur og félagsfræðingur réði inn til skólans marga af þeim merkustu fræðimönnum 20. aldarinnar sem lögðu grunninn af Frankfurtskólanum. Menn eins og Theodor W. Adorno, Erich Fromm og Herbert Marcuse. Fleirri fræðimenn skólans má nefna: Otto Krichheimer, Leo Löwenthal, Franz Leopold Neumann, Henryk Grossman, Siegfried Kracauer, Alfred Rethel og Walter Benjamin. Undir nýrri kynslóð fræðimanna við Frankfúrtskólann má svo nefna: Jürgen Habermas, Claus Offe og framkvæmdastjóra skólans í dag Axel Honneth

Critical Theory

[breyta | breyta frumkóða]

Critical Theory er skóli hugsana sem þróaðist í Þýskalandi frá þriðja tug síðustu aldar, af fimm fræðimönnum Frankfurtskólans, þeim Herbert Marcuse, Theodor Adorno, Max Horkheimer, Walter Benjamin og Erich Fromm. Critical Theory lýsir ný Marxiskri heimspeki þar sem hugmyndafræði samtíma þeirra félaga væri helsta hindrun mannlegrar frelsunar. Samfélagið og menningin var skoðað með gagnrýnum augum og lagt á það mat út frá félags- og hugvísindum.

Fræðimenn Frankfurtskólans endurhugsuðu kenningar Marx um óstöðugleika kapítalismans, til að skilja þá þróun sem var að eiga sér stað á þessum tíma í samfélaginu. Þeir endurskoðuðu þau gildi og grunnþætti sem viðvarandi voru í heiminum á þessum tíma og vildu breyta honum. Þeim fannst fólki stjórnað og vildu koma því undan því valdi sem pólitík og hugmyndir þess tíma höfðu á það. Þeim fannst máttur menningariðnaðarins óyfirstíganleg afl og ein af meginástæðu þess að bylting Marx hefði ekki átt sér stað og gæti ekki átt sér stað þar sem fólki var haldið niðri í neyslusamfélaginu í krafti kapítalismans.

  • Encyclopedia. (án dags.). The Frankfurt School and Critical Theory. Sótt 20. janúar 2016 frá www.iep.utm.edu: http://www.iep.utm.edu/frankfur/
  • Taylor, P. A., & Harris, J. (2008). Critical theories of mass media then and now. Berkshire: McGraw Hill Open University Press.
  • Fyrirmynd var „Critical theory(en)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.janúar 2016.
  • Fyrirmynd var „Frankfurt school(en)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.janúar 2016.
  • Fyrirmynd var „Institute for social reasearch“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.janúar 2016.
  • Fyrirmynd var „Félix Weil(en)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.janúar 2016.
  • Fyrirmynd var „Max Horkheimer(en)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18.janúar 2016.