[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fiðrildi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fiðrildi
Kamehameha
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Hávængjur (Rhopalocera)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ættir

Fiðrildi eru vængjuð skordýr í ættbálki hreisturvængja sem tilheyra yfirætt hesperioidea eða svölufiðrilda (papilionoidea). Margar gerðir fiðrilda eru til og mjög fjölbreyttar. Stærðarmunurinn er oft mikill, en enn meiri er oft munurinn á útliti vængjanna. Sum eru með mjög litríka vængi á meðan önnur hafa dauflita einfalda vængi. Þetta er til þess að verjast rándýrum sem borða þau. Sum fiðrildi ganga jafnvel það langt að líkja eftir, til dæmis, augum á vængjunum. Ævistig fiðrilda eru fjögur: Þau fæðast í eggjum, klekjast sem lirfur, lirfurnar búa á endanum til púpur utan um sig og út úr púpunum koma þær fullmynduð fiðrildi.

Á íslensku er oft ruglað saman mölfiðrildum og fiðrildum en það er vegna svipaðs útlits. Öll þau skordýr sem á íslandi lifa að staðaldri og eru kölluð fiðrildi eru í rauninni af ætt mölflugna en eru kölluð fiðrildi á Íslensku. Því er mikill ruglingur á nafngiftum hér á landi. Undir hreisturvængjur falla bara þessar tvær greinar, fiðrildi og mölflugur.

Papilio machaon
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.