[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

FTP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

FTP-samskiptareglurnar eða bara FTP (enska: File Transfer Protocol) eru samskiptareglur fyrir flutning gagna á milli tölva og er þetta einn elsti samskiptastaðallinn sem enn er í notkun. Hann tilheyrir notkunarlagi OSI netsamskipta módelsins.

FTP er átta-bita biðlaraþjónustu samskiptastaðall sem getur meðhöndlað gögn án þess að þurfa breyta þeim (engin dulkóðun eða annað slíkt fer fram), aftur á móti er biðtími langur, þ.e. milli þess að skipunin er gefin og gagnaflutningur hefst og einnig getur auðkenning verið langdregin.

Það er til örugg útgáfa af FTP, en sú sem er almennt í notkun er það ekki, og hægt er að hlera lykilorð sem sent er. Af þeim sökum er verið að taka stuðning við FTP út vöfrum, Chrome,[1] og Firefox. Samt eru til sjálfstæð forrit fyrir FTP, svo örugga, og óörugga útgáfan verða eitthvað við lýði áfram. Hins vegar hafa verið til öruggar leiðir (t.d. scp, og sjá rsync) til að flytja skrár á milli tölva í mörg ár á undan sam hafa ekkert með FTP staðalinn að gera.

FTP notar tvær TCP tengingar samtímis, aðra á porti 21 og hina á porti 20. Gögnin og skipanirnar sem fara á milli þjóna eða þjóns og biðlara eru aðskilinn, gögnin fara um port 20 á meðan að skipanir til að stjórna samskiptunum fara um port 21. Á meðan á gagnafærslu stendur ganga engar skipanir á milli og portið er aðgerðalaust, þetta veldur því, þar sem að eldveggir loka ónotuðum portum, að rof verður á sambandi.

                                                -------------
                                                |/---------\|
                                                ||Notenda- ||    -----------
                                                ||viðmót   |<--->| Notandi |
                                                |\----^----/|    -----------
                  --------------                |     |     |
                  |/----------\|  FTP Skipanir  |/----V----\|
                  ||Samskipta |<---------------->|Samskipta||
                  ||túlkur    ||  FTP Samsvörun ||  túlkur ||
                  |\--^-------/|                |\----^----/|
                  |   |        |                |     |     |
      --------    |/--V-------\|     Gagna-     |/----V----\|     --------
      |Skráa-|<-->|           |<---------------->|          |<--->|Skráa-|
      |kerfi |    ||   DTP    ||    straumur    ||   DTP   ||     |kerfi |
      --------    |\----------/|                |\---------/|     --------
                  --------------                -------------

                  FTP-Þjónn                   FTP-Þjónn/biðlari

DTP = Data transfer protocol

  1. https://www.chromestatus.com/feature/6246151319715840