[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Eystrasaltslöndin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettland og Litáen.

Eystrasaltslöndin eru þrjú ríki við austari strönd Eystrasaltsins. Þau eru Eistland, Lettland og Litáen. Önnur lönd við Eystrasalt eru Rússland, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland og Pólland en öll þessi lönd mynda saman Eystrasaltsráðið ásamt Noregi, Íslandi og Evrópusambandinu.

Eistland, Lettland og Litáen voru undir stjórn Sovétríkjanna frá 1940-1941 og 1944(1945)-1991. Þau eru núna sjálfstæð lýðræðisríki með eigin þing og eru öll meðlimir að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu síðan 2004. Öll ríkin hafa evru að gjaldmiðli og hafa svipaðan efnahag.

Fyrir utan svipaða söguþróun á 20. öldinni er í raun ekki margt sem Eystrasaltslöndin eiga sameiginlegt. Eistneska er finnsk-úgrískt mál en lettneska og litáíska eru baltnesk tungumál sem er undirgrein indó-evrópskra mála. Eistar og Lettar eru gjarnan lútherstrúar á meðan Litáar eru kaþólskir. Rússar sem búa í mismiklum mæli í öllum löndunum eru yfirleitt í Rétttrúnaðarkirkjunni. Af þessum sökum er Eistland oft álitið hafa sterkust tengsl við Norðurlöndin en Litáen við Mið-Evrópu ekki síst vegna aðildar sinnar að Pólsk-litáíska samveldinu frá 16. til 18. aldar.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.