[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Evrópska ofurdeildin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópska ofurdeildin (enska: European Super League) var (fyrirhuguð) knattspyrnudeild með úrvalsliðum í Evrópu. Henni var ætlað að keppa við eða koma í stað Meistaradeild Evrópu. UEFA, FIFA, Enska knattspyrnusambandið og fleiri sambönd voru mótfallin stofnun deildarinnar. En 18. apríl 2021 riðu 12 félögin (eða eigendur) á vaðið og tilkynntu að þau ætluðu sér að taka þátt í deildinni. [1] Ætlunin var að hafa 20 lið og tvo 10 liða riðla. Spilað yrði í miðri viku.

Florentino Pérez stjórnarformaður Real Madrid var fyrsti stjórnarformaður deildarinnar.

Viðbrögð við ofurdeildinni voru sterk og græðgi og skilningsleysi forkólfa deildarinnar á knattspyrnu voru nefnd. Forseti UEFA og stjórnarformenn þess tjáðu að lið sem kepptu í deildinni yrðu rekin úr meistaradeildinni og deildinni í sínu landi. Leikmönnum liðanna hefði verið meinað að taka þátt í EM og HM. [2] [3] Þýsk lið úr Bundesliga tilkynntu ekki um þátttöku en þar sem lögbundin var 51% eignarhluti stuðningsmanna á félögunum var ólíklegt að kosið hefði verið með deildinni. Boris Johnson sagði stofnun hennar skaðlega fyrir fótboltann. Paris Saint-Germain topplið Frakklands vildi ekki taka þátt.

Þann 20. apríl eða tveimur dögum eftir stofnun deildarinnar voru mótmæli fyrir utan Stamford Bridge þegar Chelsea átti heimaleik við Brighton og fólk hindraði liðin að komast á völlinn. Í kjölfarið ákvað Chelsea FC að segja sig úr ofurdeildinni. Manchester City fylgdi sama fordæmi skömmu síðar. Hin fjögur ensku félögin tilkynntu úrsögn sína síðar um kvöldið. [4] Ítölsk og spænsk lið drógu sig út daginn eftir.

Fyrirhuguð lið

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tólf stórlið stofna ofurlið í skugga hótanna Rúv, skoðað 19/4 2021
  2. Reiknar með að Ofur­deildar­liðunum verði sparkað úr Meistara­deildinni Vísir skoðað 19/4 2021
  3. European Super League: Uefa and Premier League condemn 12 major clubs signing up to breakaway plans BBC, skoðað 19/4 2021
  4. [https://www.bbc.co.uk/sport/football/56823501 BBC News - European Super League: All six Premier League teams withdraw from competition] BBC, skoðað 20. apríl