Erik Balling
Útlit
Erik Balling (29. nóvember 1924 – 19. nóvember 2005) var danskur kvikmyndaleikstjóri. Ferill hans hófst þegar hann hóf störf fyrir Nordisk Film árið 1946. Hann er þekktastur fyrir kvikmyndirnar um Olsen-gengið og sjónvarpsþættina Húsið á Kristjánshöfn og Matador. Hann leikstýrði íslensku kvikmyndinni 79 af stöðinni sem var frumsýnd árið 1962.