[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Dvalargró

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokkrar formgerðir dvalargróa og staðsetning þeirra í frumunni: (1, 4) miðlæg gró; (2, 3, 5) endastæð gró; (6) hliðlæg gró

Dvalargró eru harðgerð hylki sem sumar Gram-jákvæðar bakteríur mynda innan frumunnar til að vernda erfðaefni sitt við ólífvænlegar umhverfisaðstæður, svo sem hátt eða lágt hitastig eða sýrustig, næringarefnaskort eða þurrk. Breytist umhverfisaðstæður og verði lífvænlegar að nýju geta dvalargróin „spírað“ og myndað nýjar, starfhæfar frumur.

Dvalargróin eru mun þolnari en starfhæfar frumur gagnvart ýmsu umhverfisáreiti, svo sem hitun, þurrkun, útfjólublárri geislun, jónandi geislun og sótthreinsiefnum. Þau geta verið lífvænleg um lengri tíma, jafnvel öldum saman[1].

Bakteríur sem mynda innræn dvalargró er eingöngu að finna innan fylkingarinnar Firmicutes [2], til dæmis í ættkvíslunum Bacillus, Clostridium, Paenibacillus og Sporosarcina. Aðrar grómyndandi bakteríur, svo sem geislagerlar og myxógerlar, mynda gró sem minna meira á gró sveppa og jurta og eru ekki staðsett inni í frumunni. Sumar aðrar bakteríur geta aukið þolni sína gegn umhverfisáreiti á annan hátt, til dæmis með myndun varnarhjúps (e. cyst) utan um frumuna.

  1. M. Potts (1994). „Desiccation tolerance of prokaryotes.“ Microbiological Reviews 58, 755-805.
  2. R. U. Onyenwoke, J. A. Brill, K. Farahi & J. Wiegel (2004) „Sporulation genes in members of the low G+C Gram-type-positive phylogenetic branch (Firmicutes).“ Archives of Microbiology 182, 182–192.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.