[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Blackpool

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Blackpool.

Blackpool er borg í Lancashire, Englandi, 43 kílómetra norður af Liverpool. Blackpool er vinsæll sumarleyfisstaður og eru í borginni ýmsir skemmtigarðar, baðstrendur og afþreying. Íbúar eru um 140.000 (2016). Þeir eru kallaðir blackpudlians.

Bærinn stækkaði á 19. öld með tilkomu lestar þangað. Árið 1879 varð Blackpool fyrsta sveitarfélag heims til að hafa raflýsingu á götum. Eitt þekktasta kennileiti bæjarins er Blackpool-turninn. Blackpool FC er knattspyrnulið borgarinnar.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.