[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

BeOS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

BeOS var stýrikerfi fyrir einkatölvur sem Be Inc. byrjaði að forrita árið 1991. Í fyrstu var það forritað fyrir tölvuna BeBox. Kerfið var hannað fyrir notkun af stafrænum fjölmiðlum og var skrifað í C++ til að gera forritun þægilega. Kerfið notar 64-bita skráakerfið BFS. BeOs er samþýðanlegt staðlinum POSIX og getur verið notað með skipanalínuviðmót með Bash, enda þótt það sé ekki byggt á Unix.

BeOs var sett á markað til þess að keppa við Microsoft Windows og Mac OS. BeOS náði hins vegar ekki neinni markaðshlutdeild að ráði sem leiddi á endanum til upplausnar fyrirtækisins. Eignir þess voru seldar til Palm, Inc.

Stýrikerfið er í dag notað af áhugamönnum, og hafa nokkur verkefni verið sett á fót til að reyna að koma þróun þess aftur í gang. Í dag er einungis eitt slíkt verkefni í virkri þróun, Haiku, sem er í raun útfærsla á stýrikerfinu skrifuð upp á nýtt frá grunni.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.