Bandalag jafnaðarmanna
Útlit
Bandalag jafnaðarmanna var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 1983 að frumkvæði Vilmundar Gylfasonar. Flokkurinn fékk fjóra þingmenn kosna á þing sama ár, flokkurinn var skammlífur og árið 1986 gengu þrír þingmenn flokksins í Alþýðuflokkinn og sá fjórði í Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn bauð aftur fram til Alþingis árið 1987 en fékk engan mann kjörinn.[1]
Bandalag jafnaðarmanna var fyrsti flokkurinn til þess að setja réttindi samkynhneigðra á stefnuskrá sína. Guðni Baldursson, þáverandi formaður Samtakanna 78 var á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi.[2]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hagstofan“.
- ↑ Greinin: Að hasla sér völl eftir Þorvald Kristinsson, birt 27. febrúar 2003.