[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Arkhangelsk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arkhangelsk í rökkri.
Kort.

Arkhangelsk (rússneska: Арха́нгельск) er borg í norðvestur-Rússlandi og höfuðstaður Arkangelsk-fylkis. Borgin liggur á bökkum árinnar Dvína við Hvítahaf. Íbúar voru 348.783 árið 2010 en voru 415.921 árið 1989. Borgin þjónaði mikilvægu hlutverki í báðum heimstyrjöldum í að flytja vistir til bandamanna. Meðalhiti er um -13 gráður í janúar en +16 í júlí. Mikilvæg höfn er í borginni og hægt er að halda henni opinni allt árið með ísbrjótum.


Fyrirmynd greinarinnar var „Arkhangelsk“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. apríl. 2017.