[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Aldursfordómar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aldursfordómar eða aldurstengd mismunun er tegund af staðalímynd eða mismunun gagnvart einstaklingum eða hópum fyrir aldurs sakir. Aldursfordómar byggja á ákveðnum neikvæðum viðhorfum og gildum sem notuð eru til að réttlæta mismunun og lítillækkun gagnvart fólki eftir aldri, annaðhvort hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða stofnunum. Aldursfordómar geta verið handahófskenndir eða kerfisbundnir. Hugtakið var búið til árið 1968 til að lýsa mismunun gagnvart eldra fólki, sambærilegu athæfi og kynþáttafordómar og kynjafordómar, en hefur síðan einnig verið notað um mismunun gagnvart ungu fólki og börnum, svo sem að skella skollaeyrum við skoðunum barna þar sem þau séu of ung eða gera ráð fyrir að þau hegði sér á ákveðinn hátt vegna æsku sinnar.

Aldursfordómar í víðum skilningi og aldursrannsóknir vísa yfirleitt til neikvæðrar mismununar gagnvart eldra fólki, fólk á miðjum aldri, unglingum og börnum. Til eru ólíkar gerðir aldurstengdra fordóma. Ein tegundin hyglir fullorðnum á kostnað barna og allra ungmenna sem ekki er litið svo á að tilheyri fullorðnu fólki. Ellifordómar eða elliníð er mismunun gagnvart gömlu fólki hinum ungu í hag. Það á til dæmis við um starfsumsóknir þar sem hinir ungu eru teknir fram yfir þá gömlu vegna meintrar lífsorku þeirra og útlitsfegurðar en hin meinta reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri eru ekki metnir. Elliræði er sú tegund einræðis þar sem einstaklingur sem er mun eldri en aðrir í sama hópi, fyrirtæki eða samfélagi drottnar yfir hinum í krafti hugmyndar um þroska.

  • „Eru til fordómar gagnvart öldruðum?“. Vísindavefurinn.
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.