Alanis Morissette
Alanis Morissette | |
---|---|
Fædd | Alanis Nadine Morissette 1. júní 1974 |
Ríkisfang |
|
Störf |
|
Ár virk | 1986–núverandi |
Maki | Mario Treadway (g. 2010) |
Börn | 3 |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi |
|
Vefsíða | alanis |
Undirskrift | |
Alanis Nadine Morissette (f. 1. júní 1974) er kandadísk söngkona/lagasmiður, upptökustjóri og leikkona. Hún hefur unnið 16 Juno-verðlaun og sjö Grammy-verðlaun. Morissette hóf feril sinn í Kanada og hljóðritaði þar tvær danspopphljómplötur á táningsaldri, Alanis og Now is the Time með útgáfufyrirtækinu MCA Records Canada. Fyrsta hljómplatan hennar sem gefin var út um allan heim, Jagged Little Pill, er ennþá mest selda fyrsta hljómplata kvenkynssöngvara í Bandaríkjunum, og líka heimsins alls. Jagged Little Pill hefur selst í yfir 30 milljónum eintökum. Önnur hljómplatan hennar Supposed Former Infatuation Junkie var gefin út árið 1998 og seldist líka vel. Eftir útgáfu annarrar hljómplötu byrjaði Morissette að hafa yfirumsjón með upptöku hljómplata sinna, það er: Under Rug Swept, So-Called Chaos og Flavors of Entanglement. Yfir 40 milljón eintök hljómplatna Morrissette hafa selst á heimsvísu.
Árið 2005 varð Morissette bandarískur ríkisborgari en hélt kanadíska ríkisborgararétti sínum.
Uppeldisár
[breyta | breyta frumkóða]Morissette fæddist í Ottawa, Ontario í Kanada, dóttir Georgiu Mary Ann (fædd Feuerstein), kennara sem fæddist í Ungverjalandi, og Alans Richard Morissette, fransks-kanadísks grunnskólastjóra. Foreldrar Morissette voru heittrúaðir kaþólskir. Morisette er tvíburi og tvíburabróður hennar heitir Wade. Þau eiga einn eldra bróður sem heitir Chad. Þegar hún var sex ára gömul byrjaði hún á að spila píanó. Árið 1984 samdi Morissette fyrsta lagið sitt, Fate Stay with Me, sem hún sendi til Lindsay Morgan þjóðlagasöngvara, sem gerði Morissette að skjólstæðingi sínum. Morissette gaf út Fate Stay with Me á smáskífu hjá plötufyrirtæki sem þær Morissette og Morgan stofnuðu saman. Takmarkað magn eintaka var gefið út og platan var ekki mikið spiluð í útvarpi. Í grunnskóla, en hún gekk í St. Elizabeth's, var Morissette sérlega talin vel gefin og tók þátt í verkefni fyrir snjalla nemendur. Á grunnskólaaldri fór hún í Immaculata High School og Glebe Collegiate Institute í Ottawa en samtímis hélt áfram að hlúa að tónlistarferli sínum. Árið 1986 mætti hún oft í sjónvarpsþáttinn You Can't Do That on Television á CTV/Nickelodeon. Árið 1987 tók hún þátt í fyrstu Rising Star hæfileikakeppninni sem held er í Toronto við Canadian National Exhibition.
Hljómplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Alanis (1991)
- Now Is the Time (1992)
- Jagged Little Pill (1995)
- Supposed Former Infatuation Junkie (1998)
- Under Rug Swept (2002)
- So-Called Chaos (2004)
- Flavors of Entanglement (2008)
- Havoc and Bright Lights (2012)
- Such Pretty Forks in the Road (2020)
- The Storm Before the Calm (2022)
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmynd | ||
---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk |
1999 | Dogma | Guð |
2001 | Jay and Silent Bob Strike Back | sjálf |
2004 | De-Lovely | ónefndur söngvari |
2005 | Fuck | sjálf |
2010 | Radio Free Albemuth | Sylvie |
Sjónvarpsþættir | ||
Ár | Þáttur | Hlutverk |
1986 | You Can't Do That on Television | sjálf |
1999 | Sex and the City | Dawn |
2002 | Curb Your Enthusiasm | sjálf |
2004 | American Dreams | Söngvari í greni |
2005 | Degrassi: The Next Generation | Skólaststjóri |
2006 | Lovespring International | Lucinda |
2006 | Nip/Tuck | Poppy |
2009–2010 | Weeds | Dr. Audra Kitson |
Leikrit | ||
Ár | Titill | |
1999 | The Vagina Monologues | |
2004 | The Exonerated | |
2010 | An Oak Tree |
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Alanis Morissette“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. desember 2010.