[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Anasazi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Anasazi var forn menning frumbyggja Ameríku sem náði frá fernum ríkjamörkum Utah, Arizona, Nýju Mexíkó og Colorado.[1] Talið er að afkomendur Anazasi-fólks hafi að einhverju leyti þróast út frá Oshara-menningunni sem aftur þróaðist frá Picosa-menningunni.

Fólkið bjó í húsnæði sem var meðal annars niðurgrafin hús, stórfjölskylduhús, stór hús að hætti Púeblóna og hellar sem grafnir voru inn í kletta í varnarskyni. Samgöngukerfi Anasazi-manna var flókið. Það náði yfir slétturnar í Colorado og tengdi saman hundruð samfélaga og þéttbýliskjarna. Þeir höfðu þekkingu á stjörnufræði og nýttu hana í byggingarlist. Trúarlega byggingin Kiva, sem var aðallega notuð við helgihald, var mikilvægur hluti samfélagsgerðar þessara forna samfélags.

Í nútímamáli hafa fólkið og fornmenning þess verið kölluð Anazasi, í sögulegum tilgangi. Navajó-indíánarnir, sem voru ekki erfðafræðilega skyldir þeim, kölluðu þá þessu nafni. Eftir því sem sagan hermir merkir nafnið „fornir óvinir“. Púeblónar nú á dögum vilja ekki að þetta heiti sé notað.[2][3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. "Ancestral Pueblo culture." Encyclopædia Britannica. Sótt 4. Juní 2012.
  2. Cordell, Linda; McBrinn, Maxine (2012). Archaeology of the Southwest (3. útgáfa).
  3. Hewit, "Puebloan Culture" Geymt 9 júlí 2010 í Wayback Machine, University of Northern Colorado
  Þessi sögugrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.