[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Aðþrengdar eiginkonur (6. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sjötta þáttaröðin af Aðþrengdum eiginkonum fór af stað á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC þann 27. september 2009 og lauk henni 16. maí 2010. Þáttaröðin samanstóð af 23 þáttum. Hin látna Mary Alice Young heldur áfram að tala inn á atburði sem gerast í lífum vina hennar á Bláregnsslóð, Susan Delfino, Lynette Scavo, Bree Hodge og Gabrielle Solis. Angie Bolen og fjölskylda hennar eru aðal ráðgáta þáttaraðarinnar.

Þáttaröðin fékk lægri áhorfstölur en þáttaröðin á undan. Áhorfið hafði verið að dala síðan í seinni hluta fimmtu þáttaraðar og áhorfið minnkaði enn. Þrátt fyrir það náði þátturinn 20. sæti á lista yfir þættina með mesta áhorfið 2009-2010, með 12,82 milljónir áhorfenda.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.