Charles Baudelaire
Útlit
Charles Pierre Baudelaire (9. apríl 1821 – 31. ágúst 1867) var franskt skáld. Auk þess að yrkja ljóð af ýmsu tagi, þar á meðal prósaljóð, fékkst hann við ritgerðaskrif, listrýni og þýðingar, þar á meðal á sögum Edgar Allan Poe. Þekktasta ljóðabók hans er Les Fleurs du mal sem kom út árið 1857. Ljóð hans höfðu mikil áhrif á heila kynslóð franskra skálda á borð við Paul Verlaine, Arthur Rimbaud og Stéphane Mallarmé. Hann vildi yrkja um skuggahliðar mannlífsins um leið og hann vegsamaði fegurðina. Áhrif hans á þróun vestræns skáldskapar eru mikil, hann má telja einn af forverum nýstefnunnar, þeirrar stefnu sem Íslendingar kenndu við atóm („atómljóð“).