[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Carolyn R. Bertozzi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnafræði
20. og 21. öld
Nafn: Carolyn Ruth Bertozzi
Fædd: 10. október 1966 (1966-10-10) (58 ára)

Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum

Svið: Efnafræði
Helstu
viðfangsefni:
Líffræðileg þverstæðuefnafræði
Alma mater: Harvard-háskóli (BS)
Kaliforníuháskóli í Berkeley (M.S., PhD)
Helstu
vinnustaðir:
Stanford-háskóli
Kaliforníuháskóli í Berkeley
Lawrence Berkeley-þjóðarrannsóknarstofan
Kaliforníuháskóli í San Francisco
Verðlaun og
nafnbætur:
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (2022)

Carolyn Ruth Bertozzi (f. 10. október 1966) er bandarískur efnafræðingur sem er þekkt fyrir umfangsmikil störf sín í bæði efnafræði og líffræði. Hún fann upp hugtakið „líffræðileg þverstæðuefnafræði[1][2] til að lýsa efnahvörfum sem geta orðið innan lífkerfa án þess að hafa áhrif á lífsferla þess. Meðal nýlegri starfa hennar má nefna rannsóknir hennar á sykrum á yfirborði frumna, svokölluðum glýkönum, og hvernig þær hafa áhrif á sjúkdóma eins og krabbamein, bólgur og veirusjúkdóma eins og COVID-19.[3] Bertozzi er Anne T. og Robert M. Bass-prófessor við hug- og raunvísindadeild Stanford-háskóla.[4] Bertozzi er jafnframt rannsakandi við Howard Hughes-læknisfræðistofnunina[5] og fyrrum framkvæmdastjóri Molecular Foundry, örtæknirannsóknarstofu við Lawrence Berkeley-þjóðarrannsóknarstofuna.[6]

Bertozzi hlaut MacArthur-verðlaun fyrir snilligáfu þegar hún var 33 ára.[7] Árið 2010 varð hún fyrst kvenna til að hljóta hin virtu Lemelson-MIT-verðlaun. Hún er meðlimur í bandarísku vísindaakademíunni (2005), Læknisfræðiakademíu Bandaríkjanna (2011) og Uppfinningaakademíu Bandaríkjanna (2013). Árið 2014 var tilkynnt að Bertozzi myndi ritstýra ACS Central Science, fyrsta ritrýnda tímariti Bandarísku efnafræðiakademíunnar sem er aðgengilegt almenningi án endurgjalds.[8] Nemendur og samstarfsfólk Bertozzi hafa litið til hennar, sem er lesbía, sem fyrirmyndar í fræða- og vísindasamfélaginu.[9][10]

Bertozzi vann Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 2022 ásamt Morten P. Meldal og Karl Barry Sharpless, „fyrir þróun smellefnafræði og líffræðilegrar þverstæðuefnafræði.“

Carolyn Bertozzi útskrifaðist summa cum laude með A.B.-gráðu í efnafræði úr Harvard-háskóla og vann þar með prófessornum Joe Grabowski við hönnun og byggingu ljóshljóðunar-hitaeiningamælis.[11] Á meðan Bertozzi var í grunnnámi spilaði hún með nokkrum hljómsveitum. Sú merkasta var Bored of Education, sem taldi meðal annars til sín verðandi gítarleikara Rage Against the Machine, Tom Morello.[12][13] Eftir útskrift vann hún hjá Bell Labs með Chris Chidsey.[14]

Bertozzi lauk doktorsgráðu í efnafræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1993 undir umsjá Marks Bednarski og vann við efnasmíði fásykra.[15] Á námsárum sínum í Berkeley uppgötvaði hún að veirur geta bundið sig við sykrur í líkamanum.[16] Uppgötvunin leiddi Bertozzi in á fræðabraut fásykrulíffræði. Á þriðja ári Bertozzi í framhaldsnámi var Bednarski greindur með ristilkrabbamein, sem leiddi til þess að hann tók sér leyfi frá störfum og gekk í læknaskóla. Bertozzi og rannsóknarstofan luku því doktorsnámi án beinnar umsjónar.[17]

Starfsferill og rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að Bertozzi útskrifaðist úr doktorsnámi í Berkeley hlaut hún eftirdoktorsstyrk til náms við Kaliforníuháskóla í San Francisco (UCSF) með Steven Rosen, þar sem hún rannsakaði virkni fásykra æðaþelsins við að stuðla að frumuviðloðun á bólgusvæðum.[18][19] Á meðan Bertozzi vann með Rosen við UCSF tókst henni að breyta prótíni og sykursameindum í veggjum lifandi frumna til þess að þær tækju við aðkomuefni eins og ígræðslum.[20]

Bertozzi hlaut starf við Berkeley árið 1996.[18] Hún hefur verið rannsakandi við Howard Hughes-læknisfræðistofnunina (HHMI) frá árinu 2000.[6] Árið 1999, á meðan Bertozzi vann hjá HHMI og Berkeley, lagði hún grunn að fræðigreininni líffræðilegri þverstæðuefnafræði, og gaf henni nafn sitt árið 2003.[21][22][23] Þetta nýja fræðasvið og aðferðir þess gera rannsakendum kleift að efnabreyta sameindum í lifandi verum án þess að trufla virkni frumunnar.[24] Árið 2015 flutti Bertozzi til Stanford-háskóla til að ganga til liðs við ChEM-H-stofnunina.[25]

Bertozzi rannsakar fásykrufræðilega þætti undirliggjandi sjúkdóma eins og krabbameins, bólgusjúkdóma eins og liðagigtar og smitsjúkdóma eins og berkla. Með rannsóknum sínum hefur hún aukið skilning því hvernig fásykrur á yfirborði frumna gera þeim kleift að bera kennsl hver á aðra og eiga samskipti sín á milli. Bertozzi hefur beitt aðferðum líffræðilegrar þverstæðuefnafræði til að rannsaka sykurhismann, sykrurnar sem umlykja frumuhimnuna.[26]

Rannsóknarstofa Bertozzi hefur jafnframt þróað rannsóknarverkfæri. Meðal annars hefur hún búið til efnafræðiverkfæri til að rannsaka glýkana í lífkerfum.[6] Þróun rannsóknarstofunnar á örtækjum sem rannsaka lífkerfi leiddi til þróunar fljótvirkra berklaskoðunartækja árið 2018.[27][28] Árið 2017 var Bertozzi boðið að taka til máls á TED talk-fundi vegna uppgötvunar rannsóknarstofu hennar á sykrum á yfirburði krabbameinsfrumna og getu þeirra til að forðast varnir ónæmiskerfisins.[29]

Útgefin verk

[breyta | breyta frumkóða]

Bertozzi er með rúmlega 600 greinar á Web of Science. Oftast hefur verið vísað í eftirfarandi:

  • Sletten, EM; Bertozzi, CR (2009). „Bioorthogonal Chemistry: Fishing for Selectivity in a Sea of Functionality“. Angewandte Chemie International Edition in English. 48 (38): 6974–98. doi:10.1002/anie.200900942. PMC 2864149. PMID 19714693.
  • Bertozzi, Carolyn R.; Kiessling, Laura L. (2001). „Chemical Glycobiology“. Science. 291 (5512): 2357–64. Bibcode:2001Sci...291.2357B. doi:10.1126/science.1059820. PMID 11269316. S2CID 9585674.
  • Saxon, Eliana; Bertozzi, Carolyn R. (2000). „Cell Surface Engineering by a Modified Staudinger Reaction“. Science. 287 (5460): 2007–10. Bibcode:2000Sci...287.2007S. doi:10.1126/science.287.5460.2007. PMID 10720325. S2CID 19720277.
  • Agard, Nicholas J.; Prescher, Jennifer A.; Bertozzi, Carolyn R. (2005). „A Strain-Promoted [3 + 2] Azide−Alkyne Cycloaddition for Covalent Modification of Biomolecules in Living Systems“. Journal of the American Chemical Society. 126 (46): 15046–15047. doi:10.1021/ja044996f. PMID 15547999.
  • Dube, DH; Bertozzi, CR (2005). „Glycans in cancer and inflammation—potential for therapeutics and diagnostics“. Nature Reviews Drug Discovery. 4 (6): 477–88. doi:10.1038/nrd1751. PMID 15931257. S2CID 22525932.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Carolyn R. Bertozzi“. HHMI.org (enska). Sótt 5. febrúar 2020.
  2. Pétur Magnússon (5. október 2022). „Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun á smellefnafræði“. RÚV. Sótt 5. október 2022.
  3. „Carolyn Bertozzi | Department of Chemistry“. chemistry.stanford.edu. Sótt 16. mars 2022.
  4. Adams, Amy. „Stanford chemist explains excitement of chemistry to students, the public“. Stanford News. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 janúar 2022. Sótt 19. júlí 2015.
  5. „Carolyn Bertozzi honored by GLBT organization“. UC Berkeley News. 27. febrúar 2007. Sótt 8. febrúar 2013.
  6. 6,0 6,1 6,2 „Carolyn Bertozzi“. HHMI. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 október 2022. Sótt 8. febrúar 2013.
  7. „Carolyn Bertozzi, Organic Chemist“. MacArthur Foundation. Sótt 3. febrúar 2015.
  8. Wang, Linda. „Carolyn Bertozzi To Lead ACS Central Science | Chemical & Engineering News“. cen.acs.org. Sótt 19. ágúst 2015.
  9. Cassell, Heather (22. febrúar 2007). „Two Bay Area gay scientists honored“. Bay Area Reporter. Sótt 24. október 2015.
  10. „NOGLSTP to Honor Bertozzi, Gill, Mauzey, and Bannochie at 2007 Awards Ceremony in February“. NOGLSTP. Sótt 19. febrúar 2019.
  11. Grabowski, Joseph J.; Bertozzi, Carolyn R.; Jacobsen, John R.; Jain, Ahamindra; Marzluff, Elaine M.; Suh, Annie Y. (1992). „Fluorescence probes in biochemistry: An examination of the non-fluorescent behavior of dansylamide by photoacoustic calorimetry“. Analytical Biochemistry. 207 (2): 214–26. doi:10.1016/0003-2697(92)90003-P. PMID 1481973.
  12. „Meet Carolyn Bertozzi“. NIGMS. Afrit af upprunalegu geymt þann 5 október 2017. Sótt 8. febrúar 2013.
  13. Houlton, Sarah (Jan 12, 2018). „Carolyn Bertozzi“. Chemistry World. Sótt Oct 7, 2020.
  14. „Carolyn Bertozzi' s Winding Road to an Extraordinary Career – inChemistry“. inchemistry.acs.org. Sótt 17. febrúar 2020.
  15. „Bertozzi: Infectious In Her Enthusiasm“. Chemical & Engineering News. 78 (5): 26–35. 31. janúar 2000.
  16. „Carolyn Bertozzi | Lemelson-MIT Program“. lemelson.mit.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. ágúst 2020. Sótt 5. febrúar 2020.
  17. Azvolunsky, Anna (31. maí 2016). „Carolyn Bertozzi: Glycan Chemist“. The Scientist Magazine. Sótt Oct 7, 2020.
  18. 18,0 18,1 Davis, T. (16. febrúar 2010). „Profile of Carolyn Bertozzi“. Proceedings of the National Academy of Sciences. 107 (7): 2737–2739. Bibcode:2010PNAS..107.2737D. doi:10.1073/pnas.0914469107. PMC 2840349. PMID 20160128.
  19. Gardiner, Mary Beth (2005). „The Right Chemistry“ (PDF). HHMI Bulletin. Winter 2005: 8–12. Sótt 24. október 2015.
  20. „Carolyn Bertozzi“. Chemical Heritage Foundation. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2016.
  21. „Carolyn Bertozzi's glycorevolution“. Chemical & Engineering News (enska). Sótt 12. febrúar 2020.
  22. „NIHF Inductee Carolyn Bertozzi Invented Bioorthogonal Chemistry“. www.invent.org (enska). Sótt 5. febrúar 2020.
  23. Sletten, Ellen M.; Bertozzi, Carolyn R. (20. september 2011). „From Mechanism to Mouse: A Tale of Two Bioorthogonal Reactions“. Accounts of Chemical Research. 44 (9): 666–676. doi:10.1021/ar200148z. ISSN 0001-4842. PMC 3184615. PMID 21838330.
  24. Sletten, Ellen M.; Bertozzi, Carolyn R. (2009). „Bioorthogonal Chemistry: Fishing for Selectivity in a Sea of Functionality“. Angewandte Chemie International Edition in English. 48 (38): 6974–6998. doi:10.1002/anie.200900942. ISSN 1433-7851. PMC 2864149. PMID 19714693.
  25. „Carolyn R. Bertozzi“. bertozzigroup.stanford.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. ágúst 2019. Sótt 13. apríl 2018.
  26. Xiao, Han; Woods, Elliot C.; Vukojicic, Petar; Bertozzi, Carolyn R. (22. ágúst 2016). „Precision glycocalyx editing as a strategy for cancer immunotherapy“. Proceedings of the National Academy of Sciences (enska). 113 (37): 10304–10309. Bibcode:2016PNAS..11310304X. doi:10.1073/pnas.1608069113. ISSN 0027-8424. PMC 5027407. PMID 27551071.
  27. „Carolyn Bertozzi 2010 Lemelson-MIT Prize“. MIT. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. ágúst 2020. Sótt 13. maí 2014.
  28. Kamariza, Mireille; Shieh, Peyton; Ealand, Christopher S.; Peters, Julian S.; Chu, Brian; Rodriguez-Rivera, Frances P.; Babu Sait, Mohammed R.; Treuren, William V.; Martinson, Neil; Kalscheuer, Rainer; Kana, Bavesh D. (2018). „Rapid detection of Mycobacterium tuberculosis in sputum with a solvatochromic trehalose probe“. Science Translational Medicine. 10 (430): eaam6310. doi:10.1126/scitranslmed.aam6310. ISSN 1946-6242. PMC 5985656. PMID 29491187.
  29. Bertozzi, Carolyn. „Carolyn Bertozzi | Speaker | TED“. www.ted.com (enska). Sótt 5. febrúar 2020.