[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Cabernet sauvignon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cabernet-þrúga

Cabernet sauvignon er ein af þekktustu vínþrúgum heims. Hún er ræktuð í nær öllum rauðvínsgerðarlöndum heims við mjög ólíkar aðstæður, en er þekktust sem uppistaðan í Bordeaux-vínum frá héraðinu Bordeaux í Frakklandi. Þetta var algengasta vínræktarþrúga heims mestan hluta 20. aldar þar til merlot-þrúgan varð algengari á 10. áratug aldarinnar. Cabernet sauvignon er þó fremur nýtilkomin í sögunni. Hún varð til við blöndun tveggja vínþrúga, cabernet franc og sauvignon blanc, á 17. öld. Vinsældir sínar á þrúgan því að þakka hversu auðvelt er að rækta hana þar sem hún er með þykkt hýði og gott viðnám gegn bæði myglu og frosti, og því hve einkennandi bragð hennar heldur sér við ólíkar ræktunaraðstæður og tíðarfar.

  Þessi líffræðigrein sem tengist mat eða drykk er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.