Catherine Chabaud
Útlit
Catherine Chabaud (f. 29. nóvember 1962) er frönsk siglingakona og blaðamaður sem fyrst kvenna lauk keppni í einni erfiðustu siglingakeppni heims, Vendée Globe, þar sem siglt er einhendis kringum hnöttinn án þess að taka land og án aðstoðar.
Hún útskrifaðist sem blaðamaður árið 1983 og vakti athygli fyrir skrif sín um siglingar og sjálfbæra þróun. Hún hefur tekið þátt í tugum siglingakeppna yfir Atlantshaf og tvisvar umhverfis jörðina (Vendée Globe) 1996 og 2000. Í fyrra skiptið varð hún fyrsta konan til að ljúka keppni en hafnaði í síðasta sæti. Í síðara skiptið hætti hún keppni eftir að hafa misst mastur skömmu áður en hún komst yfir marklínuna.