[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

479

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árþúsund: 1. árþúsundið
Aldir:
Áratugir:
Ár:

Árið 479 (CDLXXIX í rómverskum tölum)

  • Júlíus Nepos leggur á ráðin um að ná völdum á Ítalíu af germanska hershöfðingjanum Ódóvakar. Júlíus Nepos er þá viðurkenndur sem Vestrómverskur keisari af austrómverska keisaranum Zenon en Nepos hefur aðeins völd í Dalmatíu á Balkanskaga og býst til innrásar í Ítalíu þaðan. Af árásinni verður þó aldrei þar sem Júlíus Nepos er myrtur af eigin hermönnum árið eftir, 480.
  • Þjóðrekur mikli, konungur Austgota hefur fjögurra ára hernað gegn Austrómverjum. Austgotar valda usla í skattlöndunum Móesíu og Þrakíu og ógna Konstantínópel. Árið 483 semja stríðandi aðilar um frið.
  • Marcíanus, sonur vestrómverska keisarans Anþemíusar, gerir tilraun til uppreisnar gegn austrómverska keisaranum Zenon. Hershöfðinginn Illus kemur keisaranum til bjargar með því að hjálpa honum að flýja undan uppreisnarmönnum. Marcíanus, ásamt tveimur bræðrum sínum, er í kjölfarið handtekinn.
  • Ambrósíus Árelíanus verður konungur Breta og leiðir þá í átökum gegn innrásarherjum Engilsaxa.
  • Liu Song veldið í Kína líður undir lok og suður-Qi veldið tekur við.
  • Shun Di - síðasti keisari Liu Song veldisins.