[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Þrælahald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrælamarkaðurinn eftir Gustave Boulanger (fyrir 1882).

Þrælahald kallast það þegar menn eru meðhöndlaðir, lagalega eða félagslega, sem eign annarra manna. Fyrr á tímum var þrælahald oft löglegt og eignarréttur landeigenda og annarra efnamanna náði ekki einungis til landareigna og húseigna heldur einnig til vinnuafls. Slíkir þrælar áttu ekki rétt á launagreiðslum og voru að öllu leyti háðir ákvörðunum eigenda sinna en þeir gátu þá skipað þeim fyrir verkum og hlutverkum og selt þá eins og hverja aðra eign. Einstaklingur gæti orðið þræll við fæðingu, kaupi eða handtöku.

Í víðari skilningi getur þrælahald einnig merkt að einstaklingur er í raun neyddur til þess að vinna gegn eigin vilja. Fræðimenn nota einnig fleiri almenn hugtök sem má nefna sem nauðungavinna eða ófrjáls vinna til að vísa í þrælahald.

Löglegu þrælahaldi hefur nú verið nánast útrýmt en ólöglegt þrælahald þar sem fólki er haldið nauðugu viljugu við vinnu tíðkast þó enn.

Þrælahald í Ameríku

[breyta | breyta frumkóða]

Löngu áður en blökkumenn voru sendir til Norður Ameríku unnu þeir fyrir menn í Evrópu og hófst þrælahald þar að mest öllu leyti. Margir þrælar voru fluttir árlega til Evrópu á tímum Kólumbusar (1492-1502) og var það um þúsundir blökkumanna sem týndu lífi sínu og heimkynnum og urðu að þrælum, Þrælahald var gjarnan réttlætt með því að hvíti kynstofninn væri sá æðsti og svörtum mönnum bæri að þræla fyrir þá.

Þrælaeigandi borinn af þrælum sínum (19.öld).

Blökkumenn í Evrópu voru ekki taldir vera gott vinnuafl og voru ekki einungis seldir í vinnu heldur líka til skemmtunar fyrir hvítt fólk þar sem útlit blökkumannsins þótti vera hlægilegt og tilvalið skemmtunarefni.

Á 17. öld börðust Bretar, Frakkar, Spánverjar og Hollendingar um nýlendur Norður-Ameríku. Árið 1607 fór hópur kaupmanna frá London og vesturströnd Englands til Ameríku en þeir höfðu fengið leyfi frá Jakobi I til að stofna nýlendur í Norður-Ameríku. 12 árum síðar, árið 1619 sigldu hollenskir sjóræningjar að breskum nýlendum, Jamestown í Virginíu. Skipið var ekki tómt þar sem það voru u.þ.b 20 svartir þrælar um borð sem höfðu verið fluttir frá Vestur-Afríku. Þar höfðu þeir höfðu verið keyptir á þrælamörkuðum. Þetta var upphafið á þrælahaldi í Bandaríkjunum. Svörtum þrælum átti eftir að fjölga stöðugt meir. Frá 16. öld til 19. aldar er talið að um 12 milljónir manna hafi unnið sem þrælar í Bandaríkjunum.

Þrælahald á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er vitað hversu algengt þrælahald var á Íslandi. Landnámsmenn tóku bæði með sér þræla frá Bretlandseyjum og norræna þræla. Lagasafnið Grágás sem var í gildi á 13. öld nefnir þræla.[1] Þrælahald var aldrei bannað á Íslandi,[1] og þó að í dag sé nauðungarvinna og frelsissvipting bönnuð er þrælahald ekki sérstaklega nefnt í lögum.[2]

Frá 1490–1894 var á Íslandi í gildi vistarbandið svonefnda, þar sem jarðnæðislausu fólki var gert skylt að ráða sig í vinnumennsku. Það flokkast ekki sem þrældómur, en er skylt bændaánauð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Gunnar Karlsson. „Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?“. Vísindavefurinn. Sótt 11. apríl 2019.
  2. „Bann við þrældómi og nauðungarvinnu“. Mannréttindaskrifstofa Íslands. Sótt 11. apríl 2019.
  Þessi félagsfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.