[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Þjóðskrá Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðskrá Íslands er ríkisstofnun sem varð til með sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár ríkisins þann 1. júlí 2010[1]. Stofnunin er þekktust fyrir skrá sem kallast þjóðskrá. Hún var áður í umsjón Hagstofunnar en ákveðið var að viðhald hennar yrði í höndum sér aðila að forminu til og úr varð að sett varð á laggirnar sér stofnun sem tæki að sér það hlutverk[2]. Þjóðskrá Íslands heyrir undir Innanríkisráðuneytið.

Þjóðskrá Íslands sinnir eftirfarandi hlutverkum:

  • viðhald fasteignaskrár
  • viðhald þjóðskrár
  • ákvörðum brunabótamats og fasteignamats
  • rannsóknir á fasteignamarkaði
  • rekstur upplýsingaveitunnar Ísland.is
  • rekstur upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög
  1. „Lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands“. Sótt 5. desember 2013.
  2. „Frumvarp til laga um þjóðskrá og almannaskráningu“. Sótt 5. desember 2013.
  Þessi hið opinbera grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.