[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Útvarp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útvarpstæki frá því um 1937.

Útvarp eða hljóðvarp er tækni sem notast við útvarpsbylgjur til að miðla upplýsingum þráðlaust. Orðið getur einnig átt við stofnun eða félag sem miðlar upplýsingum þannig, til dæmis Ríkisútvarpið.

Í daglegri notkun er algengt að orðið útvarp sé notað um útvarpsviðtæki. Slíkt tæki getur tekið við hljóðvarpsútsendingum á ýmsum bylgjulengdum og kóðunartækni. Algengt er að útvarpstæki geti tekið við FM, AM, stuttbylgjuútsendingum og langbylgjuútsendingum.

Útvarpstækni er einnig notuð við sjónvarpsútsendingar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.