[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Tianjin

Hnit: 39°08′01″N 117°12′19″A / 39.1336°N 117.2054°A / 39.1336; 117.2054
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tianjin
天津
Mynd tekin úr sjónvarpsturni Tianjin borgar til austurs.
Mynd tekin úr sjónvarpsturni Tianjin borgar til austurs.
Tianjin er staðsett í Kína
Tianjin
Tianjin
Kort sem sýnir legu borghéraðsins Tianjin í Norður-Kína.
Hnit: 39°08′01″N 117°12′19″A / 39.1336°N 117.2054°A / 39.1336; 117.2054
LandFáni Kína Kína
StofnunU. þ. b. 340 f.Kr.
Stjórnarfar
 • FlokksritariChen Min'er
 • BorgarstjóriZhang Gong
Flatarmál
 • Sveitarfélag11.946 km2
 • Þéttbýli
5.609,9 km2
 • Stórborgarsvæði
11.609,91 km2
Hæð yfir sjávarmáli
5 m
Mannfjöldi
 (2020)
 • Sveitarfélag13.866.009
 • Þéttleiki1.200/km2
TímabeltiUTC+08:00
Póstnúmer
300000 – 301900
Svæðisnúmer22
Vefsíðawww.tj.gov.cn

Tianjin (T’ien-ching eða Tientsin í íslenskum heimildum) (kínverska: 天津; rómönskun: Tiānjīn), er borghérað á austurströnd Bóhaíhafs í norðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Borghéraðið er eitt þéttbýlasta svæði heims. Hún er þriðja stærsta sveitarfélag landsins, á eftir Beijing og Sjanghæ. Það er staðsett austur af Hebei héraði, við norðausturhluta Norður-Kína sléttunnar. Tianjin er mikilvæg framleiðsluborg í Kína og leiðandi höfn Norður-Kína.

Mynd af skýjakljúfum miðborgar Tianjin í Kína.
Skýjakljúfar miðborgar Tianjin í Kína.

Tianjin (sem þýðir bókstaflega „hið himneska vað“) er um 56 kílómetra inn af landinu frá Bóhaíhafi, grunnum vog Gula hafsins. Hún hefur verið mikilvæg flutnings- og verslunarmiðstöð allt frá dögum mongólska Júanveldisins (1206–1368). Aðgangur að hafi og hlutverk sem verslunargátt til Beijing borgar stuðlaði að miklum vexti þjóðernislega fjölbreytni og nýsköpun í viðskiptum íbúa. Borgin er þekkt fyrir handofnar afurðir sínar, leirhermenn, handmálað viðarprent og sjávarréttamenningu. Á stórborgarsvæði Tianjin bjuggu árið 2020 um 13,9 milljónir manna.

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af Borgarleikhúsi Tianjin.
Borgarleikhúsið í Tianjin.
Mynd af Náttúruminjasafninu í Tianjin, Kína.
Náttúruminjasafnið í Tianjin er gler- og stálbygging í laginu eins og svanur.

Sveitarfélagið Tianjin nær yfir 11.760 ferkílómetrar. Það er staðsett við norðausturhluta Norður-Kína sléttunnar. Það liggur að Bóhaíhafi í austri, borghéraðinu Beijing í norðvestri og Hebei héraði í norðri, vestri og suðri.

Mið-Tianjin, sem er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins, liggur um 120 kílómetra suðaustur af miðborg Beijing og um 56 kílómetra inn af landinu frá Bóhaíhafi, grunnum vog Gula hafsins.

Miðhluti Tianjin er þar sem fljótin Ziya og Yongding mæta norður- og suðurhluta „Mikla skurðs“, sem er manngerð skipgeng vatnaleið, áður en þær saman í Hai fljótið, sem fellur að endingu til austur að Bóhaíhafi.

Borgin stendur í minna en 5 metra hæð yfir sjávarmáli. Sum láglend svæði austur af borginni eru aðeins tæpum tveimur metrum yfir sjávarmáli og meirihluti byggðar á svæðinu er undir 3.7 metrum.

Á árunum 1958 —1967 tilheyrði Tianjin borg Hebei héraðs. Lögsaga þess náði yfir þéttbýliskjarnann og til austurs, meðfram Hai-fljóti ásamt höfninni í Tanggu. Þetta tók breytingum árið 1967 þegar sveitarfélagið Tianjin var gert að borghéraði og landsvæði þess stækkað.

Þéttbýliskjarninn sem staðsettur er í miðhluta Tianjin, nær í um ellefu kílómetra frá austri til vesturs og um 14 kílómetra frá norðri til suðurs. Aðalhverfi borgarinnar Heping, er við vesturbakka Hai-fljóts. Þar liggur verslunar- og fjármálamiðstöð borgarinnar. Mörg af stóru verslunar- og stjórnsýsluhúsum miðborgarinnar voru byggðar á sínum tíma af erlendum aðilum, með dæmigerðan evrópskan og japanskan nýlendustíl frá árunum 1920 og 1930. Sumar opinberra bygginga frá fimmta áratug síðustu aldar eru í sovéskum byggingarstíl. Nýlegri verslunar- og íbúðarhúsnæði fylgir nútímalegri hönnun með einstökum svölum og marglitum framhliðum.

Teikning af Tianjin borg árið 1899.
Teikning af Tianjin borg um 1899.
Landakort af Tianjin borg í upphafi 20. aldar þar sem útlendingar hafa tekið sér níu hverfi.
Kort af Tianjin við upphaf 20. aldar, þar sem erlend ríki hafa tekið sér níu hverfi. Austurríkismenn eru t.d. merktir hér með blágrænum lit, og Ítalir þar fyrir neðan, merktir með grænum lit.
Teikning af orrustunni um Taku varnarvirkið í Boxara -uppreisninni við Tianjin árið 1900. Bandamenn vestrænna herja og japanskra náðu víginu af Kínverska hernum eftir stuttan en blóðugan bardaga.
Teikning af orrustunni um Taku varnarvirkið í Boxarauppreisninni við Tianjin árið 1900. Bandamenn vestrænna herja og japanskra náðu víginu af Kínverska hernum eftir stuttan en blóðugan bardaga.

Mýrlendið, umhverfis það sem nú er Tianjin borg, var strjálbýlt fram að valdatíma Songveldisins (960–1126). Þá tók Sanchakou bær að rísa á vesturbakka Hai-fljótsins. Sú byggð bættist síðar við stærri bæinn Zhigu, sem var við mót fljótanna Ziya og Hai. Byggðin í Zhigu óx hratt sem hafnar- og verslunarmiðstöð og varð megin geymslu-, flutnings- og dreifingarstaður fyrir korn og aðrar landbúnaðarvörur frá Mið- og Suður-Kína. Til að undirstrika mikilvægi Zhigu, setti hið mongólska Júanveldi (1206–1368) upp skrifstofur til stjórna siglingum og tollgæslu. Vöruhús og hafnaraðstaða bæjarins var stækkuð. Í borginni var einnig mikilvæg saltframleiðsla.

Tianjin þróaðist hratt fram á veg þegar Mingveldið (1368–1644), færði höfuðborg Kína frá Nanjing til Beijing. Árið 1404 var byggð þar varðstöð er hlaut nafnið Tianjinwei („Vörn hins himneska vaðs“). Stór herstöð var byggð með varnarmúrum. Sem aðalgátt að höfðuðborginni Beijing dafnaði Tianjin og til borgarinnar fluttu íbúar frá héruðunum Shandong, Jiangsu og Fujian.

Við upphaf valdatíma Tjingveldisins (1644–1912) var Tianjin borg orðin leiðandi í efnahagslífi Norður-Kína vegna staðsetningar við norðurhluta Mikla skurðar sem tryggði skipgengi um Austur-Kína. Eftir því sem skipgengar vatnaleiðir styrktust jukust viðskipti borgarinnar.

Um miðja 19. öld dróg tímabundið úr efnahagslegri velmegun þegar þær Evrópuþjóðir sem versluðu við Kína þrýstu á um viðskiptaleg og diplómatísk forréttindi. Tientsin sáttmálinn undirritaður af Bretum, Frökkum og Kínverjum árið 1858 sem afleiðing seinna ópíumstríðsins (1856–60) gegn Kína, veitti Bretum og Frökkum sérverslunarréttindi í Tianjin. Á árunum 1895 til 1902 voru viðskiptalegar ívilnanir einnig veittar Japan, Þýskalandi, Rússlandi, Austurríki-Ungverjalandi, Ítalíu og Belgíu.

Eftir að stríðsátök hófust að nýju í Tianjin árið 1860 og Bretar og Frakkar skutu á borgina; samþykkti Peking loks að gera Tianjin að opinni viðskiptahöfn fyrir erlend viðskipti.[1]

Í lok 19. aldar bjuggu meira en 200.000 manns í Tianjin. Helmingur íbúanna bjó í gömlu „kínversku“ borginni. Lífsskilyrði Kínverja þar voru í skarpri mótsögn við rúmgóð, vel hirt evrópsk borgarhverfi meðfram árbökkunum.

Árið 1900 leiddi Boxarauppreisnin með aukinni andúð á útlendingum til þess að herlið vestrænna ríkja skaut á Tianjin, eyðilagði gömlu borgarmúrana og hernam síðan borgina.[2]

Undir stjórn Lýðveldisins Kína (1911–49) var Tianjin gert að sérstöku sveitarfélagi undir beinni stjórn þjóðernissinna. Árið 1935 juku Japanir yfirráð sín yfir Norður-Kína með því að koma á sjálfstæðu svæði í austurhluta Hebei héraðs, sem laut stjórn japanskra hernaðaryfirvalda í Tianjin. Ári síðar lögðu þeir fram frekari kröfur á hendur kínverskra yfirvalda til að veikja stjórn Kínverja á svæðinu. Við upphaf seinna kínverska og japanska stríðsins (1937–45) hernámu Japanir Tianjin borg og árið 1939 afnámu þeir ívilnanir Breta og Frakka á svæðinu.[3]

Á tíma borgarastríðsins í Kína (1945–49) var Tianjin undir stjórn þjóðernissinna til ársbyrjunar 1949 er kommúnistar náðu borginni.[4]

Þrátt fyrir nálægðina við höfuðborgina Beijing hefur Tianjin að miklu haldið sérkennum sínum.

Loftmynd af miðborg Tianjin tekin úr Alþjóðlegu geimstöðinni.
Loftmynd af miðborg Tianjin tekin úr Alþjóðlegu geimvísindastöðinni.

Þrátt fyrir að Tianjin sé í nálægð við haf er þar meginlandsloftslag með skörpum daglegum hitasveiflum og árstíðabundnum. Að vetrum (október til apríl) ríkir kalt og þurrt háþrýstikerfi Síberíu, en á sumrin (maí til september) ríkir háþrýstikerfi Norður-Kyrrahafs sem er heitt með mikilli úrkomu. Vetrarúrkoma er lítil og loft þurrt með rakastig að meðaltali um 50 prósent. Á sumrin ráða rakir suðlægir vindar með rakastig yfir 70 prósent. Meðalárshitinn er um 13 °C. Í janúar er meðaltalið um -4 °C og í júlímánuði er meðaltalið 27 °C. Miklir vetrarstormar eru algengir en fellibyljir sjaldgæfir.

Landakort sem sýnir vatnasvið Hai-fljóts, megin aðrennslissvæðis Norður-Kína sléttunnar.
Kort af vatnasviði Hai-fljóts, megin aðrennslissvæðis Norður-Kína sléttunnar.

Flóð í Hai-fljóti eru algeng. Fljótið sem er aðalvatnavegur Norður-Kína sléttunnar bar fram mikinn árframburð á vorin og sumrin. Á veturna var vatnsborð þess oft of lágt til siglinga. Þetta tók miklum breytingum eftir 1897 þegar ráðist var í miklar manngerðar breytingar á fljótinu. Vegalengd til sjávar var stytt, árbakkar styrktir og fljótið dýpkað. Hindranir voru byggðar til að stjórna betur vatnsrennsli fljótsins inn í marga skipaskurðir þess og árframburði var beint inn á svæði til að setjast.

Frá árinu 1949 hefur áfram verið unnið að endurbótum flóðaeftirlits, áveitu og siglingaleiða. Nýjar vatnaskurðir hafa verið byggðir til flóðastjórnunar.

Lýðfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af „Tientsin auganu“ sem er 120 metra parísarhjól við Yongle brú á Hai-fljóti.
„Tientsin augað“ er 120 metra Parísarhjól við Yongle brú á Hai-fljóti.

Landflestir íbúanna eru Han-Kínverjar. Árið 2.000 voru þeir meira en 97 prósent íbúanna. Stærstu minnihlutahóparnir eru Hui - Kínverjar, Kóreumenn, Mansjú og Mongólar. Flestir þeirra búa í miðborginni á svæðum sem hafa sérstök sögulegar tengingar.

Íbúum Tianjin hefur fjölgað gríðarhratt. Frá árinu 1953, þegar þeir voru um 2.7 milljónir, til ársins 1982, fjölgaði þeim um 188 prósent, í um 7.8 milljónir. Árið 1990 voru þeir 8.9 milljónir, um aldamótin 9.8 milljónir og tíu árum síðar um 13 milljónir.

Árið 2020 þegar síðasta manntal Kína var framkvæmt bjuggu í borgkjarna Tianjin 11.052.404 manns en heildarfjöldi íbúa undir lögsögu borghéraðsins alls var 13.866.009.

Fyrir árið 1949 stunduðu langflestir íbúanna viðskipta- eða þjónustustörf. Síðan þá hefur atvinnuuppbygging borgarinnar breyst. Um helmingur íbúanna starfar í iðnaði og aðeins um fimmtungur í viðskiptum. Afgangurinn starfar aðallega í opinberri þjónustu.

Mynd af Tanggu útskipunar- og fiskihöfn Tianjin. Stór hluti utanríkisviðskipta Kína er höndlaður í gegnum Tanggu-höfn.
Talsverður hluti utanríkisviðskipta Kína er höndlaður í gegnum Tanggu, útskipunar- og fiskihöfn Tianjin.
Mynd af farþegamiðstöð Tianjin Binhai alþjóðaflugvellinum.
Farþegamiðstöð Tianjin Binhai alþjóðaflugvallarins.

Tianjin er samgöngumiðstöð Norður-Kína. Jing-Hu járnbrautin sem liggur suður frá Beijing til Sjanghæ liggur um borghéraðið. Jing-Shan járnbrautin liggur norður frá Beijing í gegnum Tianjin og Shanhaiguan við landamæri Hebei til Liaoning strandhéraðs í norðausturhluta Kína.

Þungfærar vatnaleiðir liggja til suðurs og suðvesturs meðfram „Mikla skurði“ og Daqing; tengja Tianjin við suðurhluta Hebei héraðs.

Jing-Jin-Tang hraðbrautin liggur frá Beijing í gegnum Tianjin til Tanggu er megin samgönguæðin til sjávar. Aðrar hraðbrautir liggja suður með Jing-Hu járnbrautinni inn í Shandong hérað, vestur til Shanxi héraðs og norður til norðausturhluta Hebei og Norðaustur-Kína.

Í gegnum Tianjin liggja háhraðalestir. Þannig tekur einungis 35. mínútur að fara með háhraðlest til höfuðborgarinnar Beijing.

Innan borghéraðsins er öflugir samgönguinnviðir. Nútíma sporvagnar, léttlestir og snarlestir þjóna miðborginni og nálægum úthverfum. Nýjar snarlestarlínur eru í smíðum. Að auki tengja áætlunarbifreiðir þéttbýliskjarnann við dreifbýlið.

Tianjin er megin söfnunarstaður og umskiptastöð Norður-Kína fyrir útflutningsvörur. Stór hluti utanríkisviðskipta Kína er höndlaður í Tanggu sem er útskipunar- og fiskihöfn Tianjin.

Tianjin Binhai alþjóðaflugvöllurinn er staðsettur um 13 kílómetrum frá miðborginni. Borghéraðinu er einnig þjóða með hinum nýja Daxing alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni Beijing. Árið 2018 fóru um 23.6 milljónir farþega um Tianjin Binhai flugvöllinn. Hann býður upp á tengingu við 48 borgir, 30 innlendar og 17 erlendar. Flugfélög á borð við Japan Airlines, All Nippon Airways, Korean Air, Asiana Airlines, Singapore Airlines Cargo og Martinair Holland fljúga þangað.

Vísinda- og menntastofnanir

[breyta | breyta frumkóða]
Mynd af aðalbyggingu Nankai háskólans í Tianjin, Kína.
Aðalbygging Nankai háskólans í Tianjin borg.
Mynd af inngangi að háskólasvæði Tianjin háskóla í Kína.
Aðalhlið háskólasvæðis Tianjin háskólans í Kína.

Í samræmi við áætlun um nútímavæðingu Kína var í lok áttunda áratugar síðustu aldar, ráðist í talsverðar fjárfestingar til að bæta og stækka vísinda- og tæknistofnanir og háskóla Tianjin, sérstaklega þær sem styðja vísindi á sviði jarðolíu, járns og stáls, og hafrannsóknir og verkfræði.

Í Tianjin eru margar merkilegar menntastofnanir. Þrír háskólar eru taldir meðal lykilháskóla Kína: Nankai háskólinn (stofnaður 1919), Tianjin háskóli (stofnaður árið 1895 sem Hinn Keisaralegi Tientsin háskóli) og Læknaháskóli Tianjin (Stofnaður 1951).

  • Ensk vefsíða Encyclopaedia Britannica um Tianjin. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. sögu og markverða staði.
  • Kínversk vefsíða borghéraðsstjórnar Tianjin. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. landslag, skipulag og fréttir.
  • Vefsíða Travel China Guide um Tianjin borghéraðið.. Ferðahandbók fyrir Tianjin: Almennar upplýsingar, samgöngur, helstu ferðamannastaði, veður o.fl.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Norðri - 7.-8. tölublað (16. apríl 1861). „Frjettir-útlendar“. Norðri. bls. 30. Sótt 18. mars 2021.
  2. Skírnir - Megintexti (1. janúar 1900). „Sínveldis-þáttur“. Skírnir. bls. 33-42. Sótt 18. mars 2021.
  3. Ellen Green (29. mars 1940). „Hvítu djöflarnir í Kína“. Fálkinn - 13. Tölublað (29.03.1940). bls. 4, 5 og 14. Sótt 18. mars 2021.
  4. Þjóðviljinn - 8. tölublað (12. janúar 1949). „Tientsin á valdi kommúnista?“. Þjóðviljinn. bls. 1. Sótt 18. mars 2021.