Strákarnir
Strákarnir var gamanþáttur í umsjón Audda, Sveppa, Péturs Jóhanns og Ofurs-Huga. Þátturinn hófst 3. febrúar 2005, strax eftir að 70 mínútur hætti 20. desember 2004. En þátturinn hætti 23. júní 2006. Þátturinn var með svipuðu sniði og 70 Mínútur nema bara 25 mínútur og ekki í beinni útsendingu, og allt fyrir fram unnið en 70 Mínútur var yfirleitt unninn samdægurs. Þátturinn byrjaði fjórum sinnum í viku (mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og "Best of" á föstudögum). Árið 2006 hófst önnur þáttaröð í henni bættust við Gunni Samloka og Atli. Að þáttaröðinni lokinni hættu strákarnir samstarfinu í bili. Lokasyrpa þáttanna var sýnd 23. júní 2006.
Eftir strákanna fór Pétur fór í Næturvaktina, Sveppi í Algjör Sveppi og Auddi í Tekinn.