[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Jon Gunnar Jørgensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jon Gunnar Jørgensen (f. 29. apríl 1953) er prófessor í norrænni textafræði við Háskólann í Osló, og hefur m.a. fengist við rannsóknir á konungasögum, ekki síst handritinu Kringlu.

Hann hlaut doktorsnafnbót árið 2000 með ritgerðinni: Det tapte håndskriftet Kringla og Ynglinga saga etter Kringla – (um doktorsvörnina)[1].

Hann vann áfram að þessu verkefni og gaf út á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn bókina: The lost Vellum Kringla, Kbh. 2007. — Bibliotheca Arnamagnæana 45.

Hann er ritstjóri tímaritsins Maal og Minne og er formaður Kjeldeskriftkommisjonen.

Jon Gunnar Jørgensen var árið 2017 sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs.

Heimildir

  • Norska Wikipedian.

Tenglar

Heimildir

  1. (um doktorsvörnina) Geymt 24 október 2015 í Wayback Machine