[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Jon Gunnar Jørgensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 25. apríl 2024 kl. 16:03 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. apríl 2024 kl. 16:03 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (færa ytri tengla úr inngangi using AWB)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Jon Gunnar Jørgensen (f. 29. apríl 1953) er prófessor í norrænni textafræði við Háskólann í Osló, og hefur m.a. fengist við rannsóknir á konungasögum, ekki síst handritinu Kringlu.

Hann hlaut doktorsnafnbót árið 2000 með ritgerðinni: Det tapte håndskriftet Kringla og Ynglinga saga etter Kringla – (um doktorsvörnina)[1].

Hann vann áfram að þessu verkefni og gaf út á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn bókina: The lost Vellum Kringla, Kbh. 2007. — Bibliotheca Arnamagnæana 45.

Hann er ritstjóri tímaritsins Maal og Minne og er formaður Kjeldeskriftkommisjonen.

Jon Gunnar Jørgensen var árið 2017 sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Noregs.

  • Norska Wikipedian.
  1. (um doktorsvörnina) Geymt 24 október 2015 í Wayback Machine