[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Barrett Foa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 10. júlí 2024 kl. 01:50 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. júlí 2024 kl. 01:50 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (Kvikmyndir og sjónvarp: Gera töflu kleift að breyta lit í dökku þema, -white-space:nowrap (v/ farsíma) using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Barrett Foa
Barrett Foa
Barrett Foa
Upplýsingar
FæddurBarrett Foa
18. september 1977 (1977-09-18) (47 ára)
Ár virkur2001 -
Helstu hlutverk
Eric Beale í NCIS: Los Angeles

Barrett Foa (fæddur 18. september 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Eric Beale í NCIS: Los Angeles.

Foa er fæddur og uppalinn í Manhattan í New York-borg. Foa stundaði nám við Interlochen Arts Camp í Michigan á sumrin þegar hann var í menntaskóla.[1] Foa útskrifaðist frá Michigan-háskólanum með B.A. gráðu í söngleikhúsi (Musical Theatre).

Leikhúsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Foa kom fram í Avenue Q og The 25th Annual Putnam County Spelling Bee á Broadway, ásamt því að vera hluti af leikaraliðinu í Mamma Mia. Ásamt söngleikjum þá hefur Foa komið fram í leikritum og gamanleikjum við The Public Theatre, The Bay Street Theatre og The Shakespeare Theatre en þar lék hann Claudio í Much Ado About Nothing.[2].

Sjónvarpsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Foa var í sjónvarpsþættinum Six Degress árið 2007. Síðan þá hefur hann komið fram í þáttum á borð við: Numb3rs, The Closer og Entourage. Árið 2009 þá var Foa boðið hlutverk í NCIS: Los Angeles þar sem hann leikur Eric Beale.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2008 Prop 8: The Musical California Gays and the People That Love Them
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2007 Six Degrees Dylan Þáttur: Get a Room
2009 Numb3rs Andrew Gibbons Þáttur: First Law
2009 NCIS Eric Beale 2 þættir
2009 The Closer Travis Myers Þáttur: Walking Back the Cat
2009-2010 Entourage Matt Wolpert 2 þættir
2009-til dags NCIS: Los Angeles Eric Beale 56 þættir

Circle in the Square Theatre

  • The 25th Annual Putnam County Spelling Bee sem Leaf Coneybear.

John Golden Theatre

  • Avenue Q sem Princeton/Rod.

Winter Garden Theatre, Cadillac Winter Garden Theatre

  • Mamma Mia hluti af leikara liðinu.

Playwright Horizons

  • The Drunken City sem Eddie.

John Houseman Studio Theater

  • Cupid and Psyche sem Cupid.

Hartford Stage/Shakespeare DC

  • Much Ado About Nothing sem Claudio.

Bay Street Theatre

  • The Lady In Question sem Karel.

Pape Mill Playhouse

  • Pirates! sem Frederic.
  • Camelot sem Mordred.

TheatreWorks, CA

  • Kept sem Blake.

The Muny

  • The Fantasticks sem Matt.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Barrett Foa á NCIS: Los Angeles á CBS sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2011. Sótt 29. október 2011.
  2. „Heimasíða Barrett Foa“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. ágúst 2011. Sótt 29. október 2011.