[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ruby

Úr Wikibókunum

NetBeans IDE

[breyta]

NetBeans IDE netbeans.org er Open Source þróunarhugbúnaður fyrir ýmiss forritunarmál svo sem Java, Ruby, C og C++. Árið 2000 færði Sun NetBeans IDE í Open Source en Sun var aðal styrkataraðili NetBeans þar til 2010 þegar Sun varð að dótturfélagi Oracle.

NetBeans IDE er frír hugbúnaður sem nota má hvort heldur er í viðskiptalegum tilgangi eða til náms og einkanota. Grunnkóðinn er opin öllum til að endurnýta eins og þeim sýnist en þó innan marka hugbúnaðarleyfa. Breytingar sem gerðar eru á hugbúnaðinum eiga að renna til baka til að bæta NetBeans IDE enn frekar.

Stórt umhverfi notenda, stuðingsaðila og þróunaraðila hefur þróast í kringum þetta verkefni og er útkoman aðdáunarverð miðað við að hér er um frían hugbúnað að ræða. Hægt er auk hugbúnaðarins að nálgast handbækur, hjálparskrár, leiðbeiningar og kennslu til að aðstoða notendur við notkun og að læra á umhverfið.

Hvað get ég gert með NetBeans IDE?

[breyta]

NetBeans er þróunarumhverfi fyrir hugbúnað þar sem forritarar geta sett upp sín verkefni á skipulagðan máta og skrifað, þróað og prófað alla hluti hugbúnaðarins. NetBeans aðstoðar við uppsetningu á verkefninu ásamt öllum hjálparskrám og stýringum sem nauðsynlegar eru. Þá styður NetBeans við viðurkenndar aðferðir við einingaprófanir, handbókagerð og annað sem kemur að hugbúnaðargerð.

Auðvelt er fyrir nemendur að senda verkefni á milli sína og einnig á kennara til yfirferðar eða aðstoðar.

NetBeans henntar vel í kennslu þar sem stuðningur við undirbúning og uppsetningu verkefna er einfaldur og góður. Nemendur eiga auðvelt með að vinna verkefni þar sem þeir geta einbeitt sér að lausn verkefnisins og þurfa ekki að eyða tíma sínum í að setja upp flókinn og ruglinglegan hugbúnað.

Uppsetning á NetBeans fyrir Ruby

[breyta]

Mjög auðvelt er að setja NetBeans upp og byrja að nota það.

Til að setja upp NetBeans IDE þarf að hlaða forritinu niður af netbeans.org. Á forsíðu vefsins birtist hnappur til sækja forritið en þá birtist gluggi þar sem hægt er að velja um mismunandi útgáfur af NetBeans IDE. Velja skal Ruby og mun þá niðurhal hugbúnaðarins hefjast sjálfkrafa og uppsetning í framhaldi af því. Best er að samþykkja sjálfgefna valkosti á næstu myndum og hefst þá uppsetningin sjálf.

Að lokinni uppsetningu er NetBeans IDE tilbúið til notkunnar.

Mjög auðvelt er að bæta við stuðningi við önnur forritunarmál í NetBeans. Þegar NetBenas hefur verið sett upp er hægt að bæta inn svokölluðum Plugins undir valkostinum Tools í aðalvalmynd.

Fyrsta Ruby forritið í NetBeans

[breyta]

Til að búa til fyrsta Ruby forritð í NetBeans IDE er forritið ræst og valið File -> New Project. Þá birtist gluggi þar sem hægt er að velja um tegund verkefnis sem búa á til. Undir Categories er valið Ruby og undir Projects er valið Ruby Application. Þ

á er beðið um nafn á verkefninu og hvar á að geyma það. Veljið nafn á verkefnið svo sem HelloWorld. Einnig er hægt að velja staðsetningu fyrir verkefnið en NetBeans hefur þegar stungið upp á staðsetningu fyrir verkefnið.

Gætið þess að hakið „Create Main File“ í glugganum sé valið. Velið svo Finish til að stofna fyrsta verkefnið.

Nú opnast NetBeans IDE fyrir verkenið ykkar en aðalglugginn er main.rb sem er aðalforrit verkefnisins. Afritið forritið hér að neðan og setjið inn í main.rb gluggann í stað þess sem þar er.


#
# Sýniforrit fyrir Ruby í NetBeans IDE"
#
puts "Hello World"
puts "I'm Ruby"


Þetta einfalda forrit mun birta texta á skjánum en textinn á eftir myllumerkinu er eingöngu skýringatexti fyrir forritarann. Þegar forritið hefur verið sett inn í main.rb þá er næst hægt að keyra forritið. Það er gert með því að smella á græna þríhyrnda keyrslu (Run) hnappinn í tækjastikunni. Niðurstaða forritsins birtist svo neðst á skjánum í „Output“ glugganum en þar prentast á skjáinn:

Hello World
I‘m Ruby

Önnur forritunarmál

[breyta]

Auðvelt er að bæta við stuðningi við önnur forritunarmál í NetBeans IDE en það er gert með svokölluðum Plugins sem finna má undir Tools valymdinni. Einfaldlega þarf að velja úr lista yfir tiltæk plugin og velja uppsetningu.

Myndband og leiðbeiningar

[breyta]

Hér má finna myndband um hvernig nota má NetBeans IDE: [1]

Hér má finna leiðbiningar um fyrstu notkun á NetBeans IDE með Java. [2]