[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Spurnaraðferð

Úr Wikibókunum
Þessi bók þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikibækur. Skoðaðu sýnibækur til að bæta hana.

Spurnaraðferðir eru fjölmargar til og eitthvað breytilegar. Þær eiga það þó sameiginlegt að kennarinn stýrir umræðu með markvissum spurningum sem kallaðar eru lykilspurningar. Spurningarnar eru vandlega valdar og settar fram í ákveðinni röð. Oft hefst kennsla með spurnaraðferð á kveikju í formi áhugavekjandi spurningar eða þankahríð. Í þankahríð opna nemendur huga sinn fyrir frjálsu flæði hugmynda um ákveðið efni. Nemendur reyna að gagnrýna ekki hugmyndir sínar þegar þær birtast þeim heldur punkta allt hjá sér. Oft koma fram mjög áhugaverðar og nýstárlegar hugmyndir sem fróðlegt er fyrir nemendur að rökræða. Eins og í öðrum umræðuaðferðum og stýrðum samræðum er mikilvægt að andrúmsloftið sé afslappað svo nemendur leyfi sér að taka áhættur. Spurnaraðferðir fylgja nokkuð stífu formi. Ingvar Sigurgeirsson lýsir því vel í bók sinni "Listin að spyra; Handbók fyrir kennara". Kennarinn leiðir umræður og skrifar oft á töflu aðalatriðin eða lykilhugtök til að halda nemendum við efnið. Eftir ýtarlegar rökræður þar sem efnið hefur verið krufið inn að beini, skoðað frá öllum hliðum, vegið og metið er umræðan dregin saman. Kennarinn hannar spurningar sem eru til þess fallnar að nemendur dragi ályktanir og setji fram niðurstöður. Yfirmarkmiðið með að nota spurnaraðferðir í hópvinnu er að kenna vísindalega hugsun og þjálfa nemendur í samræðum.--Arnybirg 00:54, 15 desember 2006 (UTC)