[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fullorðnir námsmenn

Úr Wikibókunum

"We may have all come on different ships, but we're in the same boat now." Martin Luther King, Jr.

Verkefni unnið á námskeiðinu: Fullorðinsfræðsla við KHÍ Haustið 2006

Hvað er fullorðin námsmaður?

[breyta]

Þegar fullorðið fólk ákveður að hefja nám hvers konar, er það komið í hóp sem kallast "fullorðnir námsmenn". Þessi greining fullorðinna námsmanna frá öðrum námsmönnum á sér rætur í nokkrum atriðum sem fremur einkenna hinn fullorðna námsmann. Fullorðin námsmaður er námsmaður sem er komin á fullorðins aldur. Erfitt er að greina um hvenær námsmaður er orðin fullorðin, er það þegar hann/hún er orðin 14 ára og fermd eða er það þegar maður verður 18 ára eins og segir til í reglugerð ríkisins? Fullorðin námsmaður er að okkar mati námsmaður sem er ekkert ákveðin gamall, heldur hefur hann/hún náð því andlega markmiði, sem ekki er hægt að skýra betur, að verða orðin fullorðin. Það að verða fullorðin gerist því að mismunandi tímabili hjá hverjum og einum og stundum aldrei hjá sumum. Um þessi atriði er hér fyrir neðan farið nokkrum orðum.Hin almenna skýring, sem oft er notast við í samfélaginu,er að "fullorðinn" námsmaður sé sá sem hefur lokið ákveðnum áfanga í námi og hafi jafnvel starfað á almennum vinnumarkaði um hríð. Hann eða hún ákveður síðan að hefja nám að nýju, ýmist framhaldsnám í sínu fagi, endurmenntunar- eða símenntunarnámi, eða þá að viðkomandi ákveður að söðla um í námsvettvangi og og snúa sér að nýjum verkefnum. Það væri hægt að fjalla um þess spurningu í mjög löngu máli, þar sem að engin einhlít skýring hefur verið sett fram og samþykkt af samfélaginu.

Fullorðnir námsmenn

Áhugi

[breyta]

Eitt af því sem einkennir fullorðin námsmann er sú einfalda staðreynd að hann vill læra. Hann stundar ekki nám sitt vegna skólaskyldu og sjaldan í andstöðu við áhuga eða hagsmuni. Það sem hvað mest áhrif hefur á áhugahvöt fullorðins námsmanns er gagnsemi þess sem hann lærir. Þetta má orða þannig að námsmaðurinn hafi þörf fyrir gagnsemi og þessi þörf sé honum mikilvæg. Eftir því sem námsmaðurinn verður eldri fer hann í auknu mæli að gera kröfur um að það sem hann lærir nýtist honum og nám hans fer að miðast meira við beina skilgreinda þörf hans. Námsmaðurinn fullorðni verður að hafa betri og betri ástæður til að rjúfa sig frá sínu daglega lífsmynstri eftir því sem hann eldist. Kennslufræðingurinn Malcolm Knowles hélt fram og rökstuddi þá kenningu að fullorðnir lærðu þegar þeir finndu þörfina til þess. Það kemur heim og saman við gagnsemi sem áhugahvöt. Það er einnig sannað að þegar áhugi er fyrir hendi, eins og er hjá flestum fullorðnum námsmönnum, þá gengur betur í náminu. Að læra er okkur öllum meðfætt og fullorðnir námsmenn fara ekki í nám nema til þess að læra, þeir vilja læra eitthvað og þessvegna fara þeir í nám, þeir vilja læra gagnlegt. Ef námsefnið er ekki gott þá eru þeir ekki sáttir, þeir vilja ekki að verið sé að sóa þeirra tíma í gagnlaust efni. Fullorðnir námsmenn vilja stjórna sínu námi, allavega taka þátt í því. Þeir vilja finna sjálfir sínar leiðir í náminu og þeir vita hvað þeir vilja. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að fullorðnir námsmenn vilja læra í gegnum samræður og verkefnavinnu og hlusta ber á það. Hér áður fyrr var hvatinn að námi vinna og að fá góða vinnu síðar meir. Þetta hefur ekki breyst mikið en núna er meira um það að fullorðnir námsmenn fari í nám til að dýpka skilning sinn og læra eitthvað þó svo að það nýtist þeim ekkert sérstaklega í vinnu sinni. Í námsmati hjá fullorðnum námsmönnum ber að hafa námsmarkmiðin skýr í byrjun og svo þarf að vera stöðugt námsmat og hvatningin þarf að vera mikil til þess að hvetja námsmenn áfram og fá sem mest út úr þeim. Stundum er það þannig að fullorðnir námsmenn þurfa að fara í nám þar sem vinnuveitandi þeirra skipaði þeim að mennta sig á einhverju ákveðnu sviði. Þegar að það gerist er hætt við því að námsmenn hafi lítin sem engan áhuga á efninu og læra því ekkert eða afskaplega lítið. Þetta tengist beinlínis áhuga og menntun, því þarna er augljóslega sterkt samband milli þessara tveggja þátta.

Eignarhald

[breyta]

Þegar talað er um eignarhald á námi er átt við þann vilja og þá þörf fullorðins námsmanns að hafa áhrif á og stjórna að einhverju leiti sínu námi. Þessi þörf á sér ekki endilega rætur í vantrausti á kennara eða kennslustofnun heldur á hún sér forsendur í sjálfsmynd fullorðinna, nefnilega þeim hluta hennar sem segir hinum fullorðna að hann sé sjálfstæður skipuleggjandi eigins lífs og hafi stjórn á því. Það er því eðlilegt að hinn fullorðni námsmaður telji sig þess umkominn að bera einhverja ábyrgð á námsframvindu sinni. Þetta er allt hluti af því að námstæknin sem fullorðnir námsmenn hafa er betri en þeir sem yngri eru. Þarna þarf kennarinn að sýna fram á það að það sé í raun gagn af náminu, að þeir séu ekki að læra eitthvað án þess að hafa not fyrir það. Í þessu samhengi má nefna það, að fullorðnir nemendur gera talsvert meiri kröfur til kennara heldur hinir yngri. Margt kemur til. Fullorðni námsmaðurinn er yfirleitt að greiða háar fjárhæðir fyrir nám sitt og gerir þar af leiðandi mun meiri krföur um gæði. Þá komum við að öðrum þætti, sem er sú staðreynd að flestir fullorðnir námsmenn hafa þegar aflað sér staðgóðrar menntunar á því sviði sem þeir hyggjast mennta sig í og þá kemur ekki annað til greina, en að kennararnir séu mjög vel að sér í viðkomandi greinum. Það er ekki hægt að bjarga sér fyrir horn eins og oft gerist meðal kennara yngri nemenda.

Fjölbreyttir kennsluhættir

[breyta]

Fjölbreyttir kennsluhættir eru gríðarlega mikilvægir. Ekki bara hjá ungum nemendum heldur líka fullorðnum nemendum sem hafa áhuga á því að læra það sem þeim langar til. Eins og áður hefur komið fram vilja fullorðnir námsmenn læra með umræðum sem og með því að prófa hluti. En ekki má gleyma því að fullorðnir námsmenn vilja einnig hafa hópverkefni og vinna í hópum því það dýpkar skilning þeirra sem og félagsleg tengsl við aðra nemendur myndast. Einnig vilja þeir fá raunveruleg viðfangsefni, ekki vera að gaufast í verkefnum sem engu skila nema bara óþarfri vinnu. Þrautir og einstaklingsverkefni eru einnig eitthvað sem fullorðnir námsmenn vilja sjá. En fullorðnir námsmenn vilja fyrst og fremst sjá árangur í sinni vinnu, ekki eitthvað sem skilar þeim engu. Sem dæmi má segja að verkefni þar sem verið er að skoða sjálfan sig í framfaramöppu og öðru sem hægt er að nýta sér síðar, það er verkefni sem myndi nýtast námsmanni vel síðar. Ávallt hægt að glugga í það og áminna sjálfan sig um hitt og þetta.

Reynsla

[breyta]

Fullorðnir námsmenn búa yfir mikilli lífsreynslu sem hefur áhrif á nám þeirra. Þeir taka þessa reynslu með sér í kennslustundirnar og leitast við að nýta hana í náminu. Tímaleg fjarlægð hins fullorðna frá bernsku og grunnskólastigi gerir það að verkum að mun fleiri þættir hafa mótað reynslu hans. Þó svo að í langflestum tilfellum sé reynslan af hinu góða getur hún þó verið tvíeggjað sverð því að oft reynist hinum fullorðna námsmanni erfitt að komast úr hjólförum eigin upplifana og skoðana og reynslan verður þá mótstöðuafl frekara náms. Þeir vilja einnig læra með því að prófa eins og flest allir aðrir námsmenn. Það er því ótvirætt eitt af hlutverkum kennara í fullorðinsfræðu, að kippa námsmanninum upp úr hjólfarinu og koma honum í skilning að það er einmmitt tilgangur með framhaldsmenntun fullorðinn, að þeir öðlist nýja sín á samfélagið og það fag sem þeir vinna við. Það er fátt hættulegra, en að staðna í eigin fagi og telja sér trú um að maður "kunni allt".

Óöryggi

[breyta]

Eitt einkenna fullorðins námsmanns er óöryggi. Það kann að hljóma mótsagnakennt að hinn sjálfstæði, þroskaði námsmaður geti verið fylltur tilfinningu óöryggis en þetta er engu að síður tilfellið. Helstu þættir sem áhrif hafa á öryggistilfinningu fullorðins námsmanns eru byrjun þátttöku í námi, ókunnugleiki verkefna og vinnuferla og síðast en ekki síst óttinn við skömm. Þessir þættir geta haft áhrif á vinnufærni námsmannsins og má nefna þegar námsmaðurinn telur sig vera farinn að læra eitthvað sem beinlínis ógnar sjálfsmynd hans. Margir aðrir þættir geta haft áhrif á óöryggi þeirra í námi eins og t.d. að aldursmunur sé of mikill og þeir séu of gamlir til að hefja nám. Tímanlega er ekki hægt fyrir suma fullorðna námsmenn að hefja nám og stunda nám þar sem þeir hafa kannski ekki pössun fyrir afkvæmi sín. Þarna reynir á kennarann í því að láta námsmönnunum líða vel í tímunum og ná að einbeita sér að náminu. Hann þarf að hjálpa nemendum að kynnast og vinna saman. Þetta er auðveldlega leyst með því að láta hópinn t.d. fara í létta leiki í byrjun tíma eða með því að fá umræður í gang. Fyrirkomulagið sem hefur verið í fullorðinsfræðslunni hjá okkur í vetur hefur gefið mjög góða raun. Hópurinn sem er ekki of stór hittist reglulega í "staðtímum" og skiptist á skoðunum. Nemendur ná að hristast betur saman og treysta hver öðrum. Ólíkt því sem gerist í hefðbundnu fjarnámi.

Aldur

[breyta]

Hvað svo sem líður erfðatækni og klónun þá eldast allir jarðarbúar. Það að eldast hefur svo sérstaka merkingu þegar kemur að hinum fullorðna námsmanni. Helstu líkamlegu einkennin eru skert sjón (hefst vanalega upp úr fertugu) og skert heyrn (heyrn byrjar að hraka uppúr fimmtugu). Þetta leiðir þó ekki endilega til skertrar námsgetu. Aldur hefur ekki áhrif á getu til náms eins og mjög oft er haldið fram heldur læra fullorðnir öðruvísi samkvæmt kenningu Malcolm Knowles Það er þó sannað að líkamleg hrörnun heftir ekki námsþroska og þetta ættu allir námsmenn að vita, ungir sem gamlir. Fullorðnir eiga því að fullorðnanst í námi sínu. Fullorðnir námsmenn geta lært, sama á hvaða aldri þeir eru. Þetta eru kenningar sem ekki hefur farið mikið fyrir í umræðunni. Almenna viðhorf fullorðinna er; "ég er alltof gamall" til að standa í þessu. Þessa kenningu ætti að vera að leiðarljósi við kyningu á fullorðinsfræðslu sem víðast.

Líf utan kennslustofu

[breyta]

Hinn fullorðni námsmaður á sér líf utan skólaskofunnar. Þetta líf og höndlun þess þrengir sér inn í skólastofuna og námsferil námsmannsins og hefur mismikil áhrif þar á. Það er ekki óalgeng sjón að sjá fullorðið námsfólk með farsíma við eyra, fjarstýrandi vinnu, heimili, börnum og jafnvel mökum. Námsmaður í þessari stöðu vill algerlega skýr markmið hvað varðar nám sitt og tilgang þess. Þetta líf námsmannsins utan skólastofunnar getur verið það áberandi þáttur að truflandi sé og leiðir jafnvel til árekstra í tímum. Þess vegna þurfa að vera sveigjanlegar reglur í fullorðinsfræðslu því það getur margt komið uppá hjá fullorðnum námsmönnnum, fleira heldur en hjá námsmönnum á yngri árum. Það er ýmislegt sem einnig hefur áhrif á hinn fullorðna námsmann, vinamissir, ástvinamissir, vinnumissi og annað hefur veruleg áhrif á námsnennina sem þarf að taka mark á.


Heimildir

[breyta]

Stephen Lieb PRINCIPLES OF ADULT LEARNING

Sótt á þessa slóð: http://web.archive.org/20040318050332/honolulu.hawaii.edu/intranet/committees/FacDevCom/guidebk/teachtip/adults-2.htm

Joe Landsberger Learning as an adult Andragogy

Sótt á þessa slóð: http://www.studygs.net/adulted.htm

Hróbjartur Árnason Hvað er svona merkilegt við það að vera fullorðinn

Sótt á þessa slóð: http://www.frae.is//files/{82f2a9f8-3cab-4e47-8dec-83adcf060546}_hvad%20er%20svona-ha.pdf

Hróbjartur Árnason Örstutt um nám fullorðinna

Sótt á þessa slóð: http://setur.khi.is/fullordinsfraedsla/fullordinsfraedsla/tarefni/UmNamFullordinna.pdf

Höfundar: Sigurður R. Ragnarsson Sigurjón Jónsson Sighvatur Blöndahl

Verkefni nemenda á námskeiðinu Fullorðinsfræðsla. Námskeiðið skiptist í sjö þemu. Nemendur fjalla á almennan hátt um þessi þemu í þessari Wikibók: