[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Föndur fyrir yngri börn

Úr Wikibókunum

Höfundur Ásdís Helga Hallgrímsdóttir á námskeiðinu Upplýsingatækni og skólastarf

Þessi föndursíða hentar börnum frá 6 ára aldri.


Jólapokar

[breyta]

Við ætlum að búa til jólapoka til að hengja á jólatréð. Við þurfum nokkur lituð A4 blöð, glas, blýant, skæri og límstifti.

setja hálfmánana saman og hankann í
setja hálfmánana saman og hankann í





Við byrjum á því að setja glasið á blað og draga eftir því tvo hringi. Við klippum hringina út og brjótum þá báða til helminga. Síðan klippum við hankann út en þá klippum við út strimil sem er um 1 cm á þykkt og 8 cm á lengd. Síðan límum við með límstiftinu hálfmánana saman þannig að beina hlið þeirra myndi V og þá erum við komin með poka sem er hjartalaga og límum svo hankann í miðju pokans.


setja hálfmánana saman og hankann í
setja hálfmánana saman og hankann í




















Stjörnur

[breyta]

Við ætlum að búa til fallegar, marglita stjörnur sem hægt er að hengja upp t.d. á jólatré. Við þurfum lituð A4 blöð, heftara, nál, tvinna og skæri.

klippa út stjörnu og hefta saman
klippa út stjörnu og hefta saman
klippa meðfram stjörnunni og hengja hanka
klippa meðfram stjörnunni og hengja hanka





Við byrjum á því að draga línu eftir miðju A4 blaðs, síðan teiknum við stjörnu og láta miðju hennar vera á miðri línunni. Á þann hátt getum við látið börnin velja hvor stjörnuhelmingurinn er fallegri og þá brjóta þau saman blaðið eftir línunni og klippa stjörnuna út. Síðan leggja þau stjörnuna á þrjú önnur lituð blöð, hefta stjörnuna við þau og klippa svo meðfram stjörnunni. Þá eru um fjögur stjörnublöð föst saman og þá skiljum við þau aðeins að og þá erum við komin með mjög fallega og litríka stjörnu. Siðan er hægt að sauma hanka á hana með nál og tvinna og hengja hana upp.













Harmónikusnjókallar

[breyta]

Við ætlum að búa til röð af snjóköllum sem svo er hægt að lita og mála eftir smekk. Þetta föndur er fallegt að hengja upp t.d. fyrir ofan hurðir, á veggi, í glugga ofl. Við þurfum lituð A4 blöð, heftara, lím, liti og skæri.

klippum A4 blað í 2-3 lengjur
klippum A4 blað í 2-3 lengjur
brjótum lengjuna saman og teiknum mynd fremst
brjótum lengjuna saman og teiknum mynd fremst







Við byrjum á því að klippa eitt A4 blað í tvennt á lengdina. Það má jafnvel klippa það í þrennt allt eftir því hversu stór harmónikan á að vera. Svo brjótum við lengjuna sem við klipptum fjórum sinnum þannig að hún myndi harmóniku. Síðan teiknum við mynd á fremsta blaðið og klippum svo alla lengjuna eftir myndinni. Þá erum við komin með harmónikulengju af t.d. snjókörlum. Svo má að sjálfsögðu líma saman harmónikurnar svo að lengjan verði lengri.











svona lítur lengjan út þegar búið er að klippa úr formið