[go: up one dir, main page]

Siglingar

Útgáfa frá 5. júlí 2011 kl. 22:47 eftir Jóhannesbjarki (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2011 kl. 22:47 eftir Jóhannesbjarki (spjall | framlög) (Wikivitnun)

Siglingar eru sú íþrótt að sigla seglskipi með því að haga seglbúnaði, stýri og kili þannig að kraftur vindsins sé nýttur til að stjórna bátnum og knýja hann áfram. Góðir siglingamenn hafa reynslu af viðbrögðum í ýmsum veðrum og sjólagi og þekkingu á seglskipum. Siglingar eru í dag einkum stundaðar sem afþreying sem skipta má í grófum dráttum í kappsiglingar og skemmtisiglingar. Siglingakeppnir eru haldnar í kjölbátasiglingum, sem skiptast í úthafssiglingar og strandsiglingar, og kænusiglingum á minni kænum.

Seglskútur í kappsiglingu umhverfis Anglesey árið 1998.

Siglingar hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir þróun siðmenningar. Elstu myndir af segli eru frá Egyptalandi frá því um 3500 f.Kr. Þróun seglskipa gerði Evrópumönnum á 15. öld kleift að fara í langa könnunarleiðangra og sigla um svæði þar sem óveður eru tíð.

Siglingar eru vatnaíþrótt og urðu Ólympíugrein á Sumarleikunum 1900. Flest nútímaseglskip eru slúppur með eitt mastur, eitt stórsegl og eitt framsegl en stór fjölmastra seglskip eru oftast rekin sem skólaskip til að þjálfa sjómenn í flotadeildum herja eða sjómannaskólum eða notuð sem leikmynd fyrir kvikmyndir.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Snið:Link FA