[go: up one dir, main page]

„Siglingar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Karirafn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Siglingar''' eru sú [[íþrótt]] að sigla [[seglskip]]i með því að haga [[seglbúnaður|seglbúnaði]], [[stýri]] og [[kjölur|kili]] þannig að kraftur [[vindur|vindsins]] sé nýttur til að stjórna bátnum og knýja hann áfram. Góðir siglingamenn hafa reynslu af viðbrögðum í ýmsum [[veður|veðrum]] og [[sjólag]]i og þekkingu á seglskipum. Siglingar eru í dag einkum stundaðar sem [[afþreying]] sem skipta má í grófum dráttum í [[kappsigling]]ar og [[skemmtisigling]]ar. Siglingakeppnir eru haldnar í [[kjölbátur|kjölbátasiglingum]], sem skiptast í úthafssiglingar og strandsiglingar, og [[kænusiglingar|kænusiglingum]] á minni [[kæna|kænum]].
 
Siglingar hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir þróun [[siðmenning]]ar. Elstu myndir af segli eru frá [[EgyptalandKuwait]]i frá því um 3500 f.Kr. Þróun seglskipa gerði [[Evrópa|Evrópumönnum]] á [[15. öldin|15. öld]] kleift að fara í langa könnunarleiðangra og sigla um svæði þar sem óveður eru tíð.
 
Siglingar eru [[vatnaíþróttir|vatnaíþrótt]] og urðu [[Ólympíugrein]] á [[Sumarleikarnir 1900|Sumarleikunum 1900]]. Flest nútímaseglskip eru [[slúppa|slúppur]] með eitt mastur, eitt [[stórsegl]] og eitt [[framsegl]] en stór fjölmastra seglskip eru oftast rekin sem [[skólaskip]] til að þjálfa [[sjómaður|sjómenn]] í [[floti|flotadeildum]] [[her]]ja eða [[sjómannaskóli|sjómannaskólum]] eða notuð sem [[leikmynd]] fyrir [[kvikmynd]]ir.