[go: up one dir, main page]

Yuval Noah Harari

ísraelskur sagnfræðingur

Yuval Noah Harari (f. 24 febrúar 1976) er ísraelskur sagnfræðingur og prófessor við sagnfræðideild Hebrew University í Jerúsalem. Hann er höfundur nokkurra alþjóðlegra metsölubóka en titlar þeirra eru á ensku Sapiens: A Brief History of Humankind (2014), Homo Deus: A Brief History of Tomorrow (2016) og 21 Lessons for the 21st Century (2018). Ritsmíðar hans fjalla um frjálsan vilja, meðvitund og greind. Hann lýsir í fyrstu ritverkum sínu vitsmunabyltingu sem átti sér stað fyrir 50 þúsund árum þegar Homo sapiens tók við af Neanderthalmanninum, þróaði talmál og skipulögð samfélög og tileinkaði sér gegnum landbúnaðarbyltingu og síðar vísindabyltingu aðferðafræði og rökhugsun sem gerðu mannkyni kleift að ná nær fullkomnum yfirráðum yfir umhverfi sínu.

Yuval Harari (2017)

Tenglar

breyta