[go: up one dir, main page]

Warner Bros.

bandarískt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki

Warner Bros. Entertainment, Inc. er bandarískur kvikmyndaframleiðandi stofnaður 4. apríl 1923. Ásamt kvikmyndum framleiðir fyrirtækið sjónvarpsþætti og tónlist. Warner Bros. er einn sá helsti kvikmyndaframleiðandi í dag og er í eigu Time Warner. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Burbank í Kaliforníu og New York. Warner Bros. á nokkur dótturfyrirtæki, þar á meðal Warner Bros. Interactive Entertainment, Warner Bros. Television, Warner Bros. Animation, Warner Home Video, New Line Cinema, TheWB.com og DC Entertainment. Warner Bros. er meðlimur í Motion Picture Association of America.

Warner Bros. Entertainment, Inc.
Rekstrarform Dótturfyrirtæki Time Warner
Stofnað 4. apríl 1923
Staðsetning Burbank, Kalifornía
Lykilpersónur Kevin Tsujihara (framkvæmdastjóri)
Starfsemi Kvikmyndagerð
Vefsíða warnerbros.com
  Þessi fyrirtækjagrein sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.