Vildarréttur
Vildarréttur eða settur réttur er vinsæl stefna í réttarheimspeki sem var meðal annars þróuð af nítjándu-aldar lögspekingunum Jeremy Bentham og John Austin. Engu að síður er það H.L.A. Hart sem að er mest áberandi í sögu vildarréttarins en rit hans, The Concept of Law, varð til mikillar endurskoðunar á stefnunni og sambandi hennar við aðrar grundvallarstefnur lögfræðinnar. Síðastliðna öld hefur vildarstefnan verið afar vinsæl en á seinni árum hefur hún þó meðal annars sætt mikilli gagnrýni frá Ronald Dworkin
Erfitt er að taka hugtakið saman en í The Concept of Law taldi H.L.A. Hart að í engilsaxneskum skrifum væri það notað yfir eina eða fleiri eftirfarandi kennisetninga:
- Að lögin séu skipanir gefnar af mönnum til manna.
- Að ekkert nauðsynlegt samband sé á milli laga og siðferðis, þ.e. laganna eins og þau eru og laganna eins æskilegt væri að þau væru.
- Að greining á lagahugtökum sé fræðigrein, sem þurfi að greina frá félagsfræði og gagnrýni á lögin á grundvelli siðferðis, félagslegra markmiða, hlutverks og svo framvegis.
- Að réttarkerfi sé lokað rökfræðilegt kerfi, þar sem réttar ákvarðanir er hægt að taka á grundvelli fyrirfram ákveðinna reglna með rökfræðilegum ályktunum.
- Að siðferðilegum gildum verði ekki slegið föstum eins og staðreyndum með því að sanna tilvist þeirra með rökum eða sönnun.[1]
Þessar fullyrðingar hafa þó ekki allar komið fram frá upphafi notkunar á hugtakinu. John Austin hélt til dæmis einungis fram fullyrðingum 1., 2. og 3. en ekki fullyrðingum 4. og 5.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hart, 1997: bls. 302.
Heimildir
breyta- Hart, H.L.A. The Concept of Law (Oxford: Clarendon Press. 1997).